Færslur fyrir janúar, 2011

Föstudagur 21.01 2011 - 12:53

Ég deili skoðunum með þeim sem vilja að auðlindir landsins séu í þjóðareign. Ég reyndar veit ekki alveg hvað þjóðareign merkir stundum og hef sem fyrr enga sannfæringu fyrir því að ríkið og stjórnmálamenn geri allt betur en einstaklingarnir. það er eins með andófið gegn Magma og andóf gegn hvalveiðum, iðnaði og ég veit ekki […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 10:05

DV Heiða birtir nafn dómara

Nú er réttað yfir níumenningunum og sitt sýnist hverjum. Margir og þar á meðal forsætisráðherra furða sig á að þetta séu einu réttarhöldin frá hruni hingað til. Vissulega áhugaverður punktur þannig séð þó að ég hafi takmarkaða samúð með málflutningi þeirra sem reyna að bera saman rannsóknir á því sem níumenningunum er ætlað versus það […]

Þriðjudagur 18.01 2011 - 18:59

Þegar þetta er skrifað eru einn og hálfur tími í leik okkar við Austurríki á HM í handbolta. Væntingavísitalan hefur kannski aldrei staðið hærra og þá er oft stutt í vandræði. Ísland hefur spilað flott og betur en alltaf áður liggur mér við að segja en við erum í þægilegum riðli… …og höfum spilað við […]

Miðvikudagur 05.01 2011 - 11:45

Pirringur framkvæmdavaldsins

Ég hef dálítinn áhuga á brölti þremeninganna í VG í víðu samhengi. Þetta brölt þeirra er algerlaga óþolandi fyrir alla aðila málsins. Þau sjálf eru að fara á límingum auðvitað og eru svo sannarlega erfið í samstarfi. Ég hef komist að því að ég hef samúð með málsstað beggja, þeirra og ríkisstjórnarflokkanna. Hvorugur aðili málsins, […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur