Föstudagur 04.02.2011 - 10:49 - 6 ummæli

Bjarni Ben fer að heiman…

það var fyrirséð að Mogginn myndi vaða í formann Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hann og fleiri úr þingflokknum hafa gert samkomulag um að greiða götu Icesave samningsins í þinginu. Bjarni Ben hefur varla getað búist við neinu öðru.

Margir hafa haldið því fram að Bjarna sé fjarstýrt beint og óbeint en mér sýnist Mogginn staðfesta í morgun að svo er ekki. Og nú verður áhugavert að fylgjast með hvort „sambúðin“ við þá sem eru þessu andsnúin muni versna og einhversskonar VG ástand skapist innan flokksins.

Sumum gæti jafnvel dottið í hug að hugsa þetta þannig að með þessum gjörningi sé Bjarni Ben farinn að heiman…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Auðvitað hefur Bjarna Ben verið fjarstýrt úr hádegismóum.Allt þar til nú.Og við sjáum líka viðbrögðin, svona lagað hefur ekki sést áður.Sem sannar einmitt fyrstu fullyrðingu mína.

  • Anonymous

    Hér má hlusta á hinn geðprúða Davíð Oddsson andlegan leiðtoga SJálfstæðisFLokksinshttp://www.visir.is/article/20090328/FRETTIR01/941157601/-1Takið endilega eftir klappkórnum.Minnir helst á daga Sjáseskú í Rúmeníu !!!Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  • Þú segir „Margir hafa haldið því fram að Bjarna sé fjarstýrt beint og óbeint en mér sýnist Mogginn staðfesta í morgun að svo er ekki“. Þú ert eflaust það blindur á Sjálfstæðisflokkinn að þú sérð ekki flokkin fyrir davíð. Þetta er nefnilega fyrsta vísbending um að Bjarni sé að reyna að slíta sig frá ægivaldi náhirðarinnar, þar sem hann hefur verið í bandi. Eflaust verða þetta mikil viðbrygði fyrir hann að geta tjáð sig án þessa að velta fyrir sér hvað davíð segði.

  • Anonymous

    Ég er gamalgróinn sjálfstæðismaður – í meira en fjóra áratugi. Virðing mín fyrir Bjarna hefur núna stóraukist. „Fer að heiman“ finnst mér mjög vel að orði komist.- Hlynur Þór Magnússon

  • Það er spurning hversu margir sjálfstæðismenn munu þora að ganga út í frelsið með Bjarna? Hvað ættlar þú að gera??

  • Já hver skrifaði bókina „Helgi fer að heiman“? Séð frá sjónarhóli Valhallar (ekki Hádegismóa)hefur Bjarni klárlega fórnað minni hagsmunum fyrir meiri, sem er skynsamlegt. Þessi snúningur eykur vanda Samfylkingar á miðjunni ef Sjálfstæðisflokkurinn nær að losa sig við ofstækisóværuna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur