Þriðjudagur 22.02.2011 - 12:44 - Rita ummæli

Átti forsetinn annað val?

Af hverju er Icesave málið í þessum hnút? Það er auðvitað gefið að málið er ekki auðleyst og engin leið virðist án áhættu. Hvernig stendur á því fólk sem þykist vera sæmilega upplýst og meðvitað á fullt í fangi með að glöggva sig á því um hvað þetta allt snýst? Eða hverjir valkostanna eru skástir. Er þetta mál klassískt hægri vinstri þras?

Í upphafi þessa máls laug Steingrímur því án hiks að engar viðræður ættu sér stað um málið þó félagi Svavar væri að setja stafina undir glæstan stórsigurinn eins og það hét þá. Svo átti að lauma dílnum í gegnum þingið eins og allir muna. Upp frá því hefur hann ekki notið trausts af eðlilegum ástæðum.

Í öllu þessu makalausa ferli tveggja fyrri samninga beitti ríkisstjórnin hiklaust óhemjusvæsnum hræðsluáróðri sem kom í raun í veg fyrir að málið væri rætt af viti. Auk þess sem það háttarlag skipaði fólk í raðir eftir línum sem hentuðu málinu ekki.

Stjórnmálamenn urðu ófærir til að ræða málið og tóku þess í stað að grafa skotgrafir og það er ekki fyrr en við gerð þriðja samningsins sem einhver mynd komst á vinnu þingsins í málinu. Einungis geggjuð þrautseigja stjórnarandstöðunnar og indefence hópsins kom í veg fyrir landráðsamning Steingríms og Svavars með skilyrðislausum stuðningi Samfylkingar. 98% þjóðarinnar fylgdist agndofa með.

Í sumum löndum gerist það við svona aðstæður að fjölmiðlar koma inn með þarft og málefnalegt innlegg en hér gerðist það ekki af ástæðum sem öllum hljóta að vera augljósar.

Fræðasamfélagið á Íslandi er svo sér kapituli og heilu háskólarnir hafa á skipa fólki sem er í mörgum tilfellum miklu meiri stjórnmálamenn en þeir sem til þess eru kjörnir. Þeir sem hafa átt von á upplýstri, málefnalegri og fræðilegri úttekt þaðan hafa of oft gripið í tómt.

Það er í þessu ástandi sem forsetinn fer létt með að gefa löggjafanum/framkvæmdavaldinu langt nef. Og tekur í raun löggjafarvaldið af þinginu og ríkisstjórn sem hvorki kann að vera til né deyja.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur