Færslur fyrir júní, 2011

Mánudagur 27.06 2011 - 14:38

Guðjón, rasismi og KSÍ

Sumt breytist seint og enn einu sinni virðist Guðjón þórðarson ekki geta unnið undir neikvæðri pressu. Af einhverjum ástæðum er hann nú þjálfari í næst efstu deild á Íslandi og gustar um kallinn sem hefur afrekað það á stuttum tíma sínum fyrir vestan að henda mönnum á dyr og nú síðast ýjar hann að rasisma […]

Föstudagur 24.06 2011 - 16:52

Bensingjald og samanburðarhagfræði Steingríms

Ég veit að það þjónar kannski engum tilgangi að pirra sig á fjármálaráðherra og skilningi hans á hlutunum en ég varð fyrir því að heyra viðtal við hann á stöð 2 í gær. Umræðuefnið var hlutur ríkissins í bensínverðinu. Steingrímur er ekki slæmur maður en barnatrú hans í pólitík er bara svo afleit. Hann kemst […]

Miðvikudagur 22.06 2011 - 23:42

Hvað er þetta með Bubba Morthens og Jón Ásgeir? Hvað varð til þess að Bubbi kóngur situr svo að segja einn eftir í trúfélaginu, klaninu, sem varð til í kringum Jón Ásgeir þegar hann bjó til stríð við Davíð á meðan hann rændi Bubba og okkur hin. Bubbi, hvað heitir nýjasta félagið sem Jón Ásgeir […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 10:45

Kvótinn og stjórnarandstaðan

það er þægilegra líf að vera í stjórnarandstöðu en stjórn. Vera jafnvel fúll á móti og hafna öllum erfiðum málum og handvelja svo gæðamál til að halda með allt eftir stemningu í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Sumir flokkar hafa búið að slíkum lífsgæðum lengi og náð sér á endanum í nægilegt fylgi til að setjast […]

Miðvikudagur 15.06 2011 - 12:41

Nú rífast þeir Hannes Hólmsteinn og Guðmundur Andri opinberlega um það hver hélt með verri eða betri

Þriðjudagur 14.06 2011 - 14:00

Staða biskups

Hvað á maður að halda um þjóðkirkjuna? Margir ríghalda í trúna og vilja stunda kirkjuna sína og þykir undurvænt um siðina. Við höldum jól og sækjum brúðkaup og jarðsyngjum hvert annað í faðmi kirkjunnar. Börnin okkar flestra eru fermd og skírð í kirkju og tónlistarlíf væri fátækara ef ekki hefðum við haft kirkjukórana. Og við […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 10:37

Magnús Orri til varnar landsdómi

Auðvitað hlaut að koma að því að einhver úr stjórnarliðinu snérist til varnar þeirri fáránlegu ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm og það var þá Magnús Orri Schram sem hafði sig í það. Magnús Orri er um margt áheyrilegur maður í tali og skrifum og bregst ekki hér frekar en fyrr en innihaldið er […]

Mánudagur 13.06 2011 - 12:14

Enn fellur jonas.is á barnaskólaprófinu

Það er að verða viðtekin venja hjá jonas.is að falla á prófinu þegar kemur að verndun einkalífs fólks. jonas.is telur það tilraun til þöggunar að vilja eiga sér einkalíf. Allar upplýsingar um alla eiga alltaf erindi til almennings ef jonas.is fær að ráða. Þetta viðhorf hans er þvílík dómsdagsfirra að engu tali tekur enda er […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 10:12

Egill Helgason og Baugssagan

Egill Helgason reynir í færslu í dag á eyjunni að snúa mannkynssögunni á haus. Tilefnið er bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið. Egill getur reynt að bæta evrópu og heimsmet í hártogunum og útúrsnúningum en sagan liggur fyrir. Egill Helgason var einn þeirra sem gékk í lið með Jóni Ásgeir þegar honum tókst að selja þá […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 09:33

Egill Helgason reynir í nýrri færslu á eyjunni sinni að bera af sér þjónkun sína við baugsliðið þegar það barðist við pólitíkusa sem reyndust ætla að vera í veginum fyrir níðingsverkum þeim sem það fólk vann á íslenskri þjóð. Þetta skrifar hann vegna útkomu bókar Björns Bjarnasonar um baugstímabilið. Mér finnst þetta skemmtilegt og Egill […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur