Miðvikudagur 22.06.2011 - 23:42 - Rita ummæli

Hvað er þetta með Bubba Morthens og Jón Ásgeir? Hvað varð til þess að Bubbi kóngur situr svo að segja einn eftir í trúfélaginu, klaninu, sem varð til í kringum Jón Ásgeir þegar hann bjó til stríð við Davíð á meðan hann rændi Bubba og okkur hin. Bubbi, hvað heitir nýjasta félagið sem Jón Ásgeir setti á hausinn og þú tapaðir 12 eða 13 milljörðum? Hvað eru þeir orðnir margir milljarðarnir sem hann einn skilur eftir handa þér og börnunum þínum til að borga?

Bubbi vill líklega kenna innflutingi á eiturlyfjum þeim vondu mönnum sem leyfir samgöngur við útlönd. Rök Bubba þegar hann reynir að kenna Davíp Oddssyni um glæpi Jóns Ásgeirs eru í besta falli barnaleg og ég get illa varist þeirri hugsun að maðurinn hafi beina hagsmuni af því að halda svona löguðu fram. Mér finnst það hagstæðari niðurstaða fyrir hann en sú að hann trúi þessu í raun og veru…

Söngvaskáldið skrifar merkilegan pistil á pressunnihttp://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/vond-bok-um-baugsmalid . Pistill þessi er í bland einhverskonar hugleiðingar Bubba um bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið. Bubba finnst bókin vond og étur upp ritdóm Egils Helgasonar sem finnst bók Jónínu um sama mál betri. Tónlistarmaðurinn gerir hins vegar alls enga tilraun til þess að rökstyðja þessa ígrunduðu skoðun.

Enda er hún líklega ekki ígrunduð. Bubbi talar um söguna og hvað hún hafi kennt okkur og les hana þannig að hún sýni og sanni sakleysi umbjóðanda hans og fulla sekt manna sem höfðu það þó allavega fram yfir Baugsliðið að moka ekki peningum undir sig þó ekki hafi allar ákvarðanir og aðgerðir verið skynsamlegar.

Hún er mergjuð lesblindan sem virðist hafa heltekið Bubba þegar kemur að þessum málum. Fátt er algott eða vont á flestum málum eru tvær hliðar og í tilfelli Jóns Ásgeirs fékk hann heila þjóð til að horfa á falska hlið og hélt þeirri réttu hlémegin…

Þetta vitum við flest orðið of vel og ekki öll kurl til grafar komin enn. Bubbi Morthens neitar að sjá það sem skiptir máli í þessari sögu. Hann heldur sig við röksemdafærslu barnaskaparins og getur ekki lesið úr því sem hefur gerst og er að gerast og ég veit ekki hvernig honum mun ganga með það sem á eftir að gerast.

En kallinn getur sungið….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur