Föstudagur 03.06.2011 - 12:12 - Rita ummæli

Guðmundur Steingrímsson er merkilegur stjórnmálmaður. Hann er auðvitað fæddur inn í Framsóknarflokkinn og hefur að mér finnst reynt flesttil þess að vera Framsóknarmaður. Mörgum finnst hann áheyrilegur og skemmtilegur og hann er glúrinn ræðumaður og finnur skemmtilega vinkla. Kurteis og manneskjulegur en skortir þolinmæði og póltískt langlundargeð og stefnu.

Ég ber virðingu fyrir þeim sem hafa þrek til þess að skipta um skoðanir fremur en að berja höfði við stein og verja málsstað sem er ekki lengur þeirra. Stundum finnst mér Guðmundur hafa týnt sér og skipti um skoðanir eftir því hvernig honum sýnist líklegast að honum muni reynast þægilegast að ná kjöri.

Ég man varla röðina í þessu en nú virðist ljóst að Guðmundur þarf að finna leiðina aftur í Samfylkinguna en þaðan koma hann til Framsóknaer eftir að hafa verið í Samfylkingunni eftir að hafa verið….eða hvernig sem þetta er.

Guðmundi varð það sumsé ljóst þegar Ásmundur Einar gékk til liðs við Framsókn að líklega væri hann sjálfur ekki á réttum stað vegna þess að hann og Ásmundur eiga ekki samleið. Alveg stórmerkileg nálgun enda hélt ég að Guðmundur væri með stefnuskrá flokksins á hreinu og get ekki ekki skilið að hann þurfi að líta svo á að hanan sitji á þingi í umboði Ásmundar Einars.

Það er snúið að hafa ekki naglafasta pólitíska sýn heldur sviflast til og frá eftir vindátt. Guðmundur verður barasta að taka slaginn einu sinni enn ef hann langar heim í Samfylkinguna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur