Föstudagur 03.06.2011 - 10:24 - Rita ummæli

Fótbolti er ekki bara fótbolti heldur risaiðnaður og skenntanabransi. Hér á klakanum er fótbolti heljarinnar bransi sem veitir mörgum vinnu og afleidd störf allskonar. Meira að segja anti sportistar vita flestir mun meira um fótbolta en þeir vilja vera láta.

Þessi iðnaður ætti að lúta sömu lögmálum og gengur og gerist þar sem orðspor og áferðafalleg ímynd skiptir miklu. Þó efsta lagið sé show business er grasrótarstarfið æskulýðsstarf þar sem góð gildi eru höfð að leiðarljósi. Megnið af þeirri vinnu sem á sér stað er unnin af sjálfboðaliðum og fyrir því þarf að bera fulla virðingu.

Nú er það bara þannig að forseti FIFA er almennt talinn hálfgerður mafíós. Fyrir okkur leikmenn úti í bæ er hann á svipuð róli og Berlusconi og enginn skilur í raun af hverju honum er teflt fram. Hann virðist hafa komið sér makindalega fyrir í fílabeinsturni og er þar ósnertanlegur.

Eins og formaður KSÍ bendir á nýtur hann stuðnings og trausts mikils meirihluta þeirra sem velja leiðtoga FIFA. Ég get auðvitað ekki gert lítið úr vilja meirihlutans hér en velti því þó fyrir mér hvað þurfi til að snjóboltinn fari að rúlla. Snjóboltinn sem fellir Blatter af stalli….

Mér sýnist sömu lögmál gilda um Blatter og FIFA og aðra einræðisherra sögunnar. Þeim tekst með einhverjum hætti að standa af sér ávirðingar aftur og aftur. Formaður KSÍ orðar þetta ágætlega þegar hann segir að flestir telji Blatter rétta manninn til að endurheimta og byggja upp traust enda sé maðurinn óhemju klókur.

Hvaða traust hefur glatast spyr ég? Og er formaðurinn ekki að ruglast á hugtökum þegar hann telur slóttugheit Blatters klókindi? Fyrir okkur þakklátan almúgann lítur þetta þannig út að fótboltinn þurfi ekki á manni eins og Blatter að halda en samt tekst ekki að koma skirðunni af stað til að koma honum frá.

Spilling og óhóf og sjálftaka launa með dass af bruðli og klíkuskap

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur