Fimmtudagur 09.06.2011 - 10:12 - 13 ummæli

Egill Helgason og Baugssagan

Egill Helgason reynir í færslu í dag á eyjunni að snúa mannkynssögunni á haus. Tilefnið er bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið. Egill getur reynt að bæta evrópu og heimsmet í hártogunum og útúrsnúningum en sagan liggur fyrir.

Egill Helgason var einn þeirra sem gékk í lið með Jóni Ásgeir þegar honum tókst að selja þá útgáfu að Baugsmálið væri pólitík og slagurinn fór að snúast um það hvort menn héldu með Davíð eða hinum.

Vel má vera að Björn Bjarnason sé svo tengdur Davíð að auðvelt verði fyrir menn eins og Egil að telja einhverjum trú um að Björn sé ekki nógu hlutlaus til þess að mark sé á hans söguskýringum takandi.

En fyrir venjulegt hugsandi fólk þarf ekki neina bók til þess að sjá hver kostnaður okkar er af þeirri vígstöðu sem tekin var með Baugi gegn öllum mögulegum og ómögulegum mönnum sem reyndu að koma einhverjum lögum yfir þá mafíu.

Menn geta talað um kommunistaveiðara og heilkenni og hvað eina og reynt að gera persónur þeirra sem tala að aðalvörn sinni á flóttanum undan eigin fyrri skoðunum. Sú aðferð var ofnotuð af Baugsmönnum og eftir sitja margir góðir menn og margar góðar konur sem gerðu ekkert annað en að vinna vinnuna sína en máttu þola svívirðilegar persónulegar árásir árum saman í fjölmiðlum sem vel að merkja mafían á ennþá. Hver ber ábyrgð á því?

Þeir eru margir sem brugðust og enn bregðast menn og munu líklega alltaf gera og nú vilja menn uppgjör og sumir fagna landsdómi. Egill Helgason vill bara fá að tala og tala en ekki bera neina ábyrgð og kannast svo ekki við skoðanir sínar þegar þær reynast ekki hagstæðar seinna meir.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Bók Einars Más Guðmundssonar, Bankastræti 0, og Rosabaugur yfir Íslandi, komu út sama daginn. Þær eru ólíkar, en báðar fela í sér uppgjör við Baugstímann. Einars Más er ólíkur mörgum vinum sínum einlægur hugsjónamaður, sem blöskrar, hvernig aðrir vinstri menn hafa svikið stefnu sína.Um þá bók verður ekki fjalla á Eyjunni né í Silfrinu nú má spyrja hversvegna jú önnur skrifuð af vinstrimanni en hin af hægrimanni og þar má ekki höggva.

  • Anonymous

    Það er svolítið kímilegt að síðuhaldari skuli kalla hugaróra Björns Bjarnasonar „Mannkynssöguna“.

  • Anonymous

    Vel mælt og með ólíkindum að Egill Helgason skuli enn fá að vera með sinn hlutlæga þátt á RÚV.

  • Anonymous

    Baugsmálið var nú pólítízkt, þrátt fyrir að maður vilji ekkert verja slíkt batterí. Auðvaldið bakvið xD var að reyna að stöðva nýja auðvaldið. Sandkassadrulluvaldaslagur auðvaldsins. Maður heldur ekkert með Baugi ef maður bendir á þennan slag.

  • Anonymous

    Hvað er málið með þessa nítjándu aldrar pælingu, að aðeins sé ein ástæða fyrir orsökum hrunsins.Getur ekki verið að bæði umgjörð Sjálfstæðisflokks og útspil Baugs (og fleiri stórjöfra) hafi haft víxlverkandi áhrif sem ollu hruninu. (og ég furða mig á að jafn augljós staðreynd sé ekki common sense) Að lesa útskýringar Björns, Hannesar, Davíðs, Baugsmanna og annara útrásarvíkinga er líkt og að verið sé að reyna að sannfæra mann um að heimurinn sé tvívíðurÞetta eru allt sökudólgar og þetta eru allt Cult-meðlimir sinna hópa með ofboðslega paranoid sýn á umheiminn

  • Þetta er satt og rétt hjá Agli,það átti að reka hann frá Stöð 2.Það sagði Jóhannes allavega í mín eru útiLondon. Ástæðan var að hann væri drullusokkur sem drægi aðra drullusokka í þáttinn sinn

  • Anonymous

    Jóhannes hefur þá ekki verið alvitlaus.Greining hans á þættinum er allavega rétt. Silfur Egils er lélegasti umræðuþáttur sem ég hef séð í sjónvarpi. Steindauður og metnaðarleysið algjört. Ég held hins vegar að smáfólkið hafi engu breytt í Baugsmálinu.

  • Anonymous

    Ég skil ekki alveg þessa færslu, engin rök færð fyrir málinu -bara fulyrðingar. Ert þú kannski að vísa í fjölmiðlafrumvarpið? Egill stóð með „baugi“ en á móti „Davíð“ – Ergo; Egill er baugspenni. Ef að þetta er skýringin tengslum Egils við Baug þá lýsir einmitt grundvallarvandanum í þesari umræðu. Allar skoðanir eru túlkaðar sem stuðningur við persónur og leikendur en ekki byggðar á eðli þess máls sem er til umræðu. Ég var á móti fjölmiðlafrumvarpinu en jafnframt á móti eignarhaldi Baugs á öllum fjölmiðlum. Egill var væntanlega á móti fjölmiðlafrumvarpinu en hann hefur á sama tíma sýnt að han hefur staðið gegn busnessveldi Baugs á mörgum öðrum sviðum, sem að mínu dómi segir mér að Egill geti tekið málaefnalega afstöðu án tillits til persóna og leikenda. Skoðanir Björns Bjarna og HHG einkennast af því að fylgja alltaf í fótspor sinna pólitísku lærimeistara… og að sjálfsögðu telja þeir að allir aðrir geri það líka.

  • Anonymous

    Röggi er búinn að sniffa og mikið af hárspreyi

  • Anonymous

    yfirgengilega fáránleg blogg færsla. Röggi fær bara að blogga hérna vegna þess að bróðir hans átti Eyjuna.

  • Anonymous

    Egill var auðvitað enginn player í Baugsmálinu.Ég skil eiginlega ekki hvers vegna Björn Bjarna er að skrifa um hann.Hins vegar er fáránlegt að Egill skuli stjórna eina umræðuþættinum í ríkissjónvarpinu ár eftir ár.Maðurinn er bullandi hliutdrægur.Og svo er þátturinn alveg furðulegur, þetta er eiginlega enginn sjónvarpsþáttur. Kostir sjónvarpsins eru ekkert notaðir.Og svo er þættirnir ekkert undirbúnir. Bara rekinn hljóðnemi upp í einhvern og hann látinn mala.Og málið dautt þ.e.a.s. útsendingartíminn.Ég næ þessu ekki.Ég held að Björn geri allt of mikið úr Agli í Baugsmálinu.Hann er enginn player.Bara kjaftaskur sem bullar um verk annara en gerir ekkert sjálfur.

  • Anonymous

    Ég get ekki séð í bókinni að Björn sé að gera mikið úr Egil Helgasyni. Hann kemur þar bara við sögu eins og margir aðrir.

  • Anonymous

    „Óvinur óvinar míns er vinur minn“ segir máltæki. Mér sýnist bæði Egill og margir vinstri sinnaðir bloggarar, sem leggja fæð á Björn Bjarna, vera á þessari bylgjulengd. Og þetta er hálfvitaleg afstaða. Björn Bjarnason er ekki óskeikull en Guð minn góður hvað hann hefur haft rétt fyrir sér um það monster sem Baugur og JÁJ voru/eru fyrir íslenskt samfélag. Og ef að bók hans er núna orðin einhver „kommúnistaveiði“ þá verða bara „kommúnistarnir“ að taka það til sín. Að hafa étið upp allt sem JÁJ sagði um „pólitískar ofsóknir“ á sínum tíma. Samfylkingin, Egill Helga, og margir aðrir fjölmiðamenn og álitsgjafar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur