Sunnudagur 24.07.2011 - 22:10 - Rita ummæli

Hver er munurinn á kúk og skít?

Ritstjóri Eyjunnar fer með himinskautum í augljósu jafnvægisleysi í áunninni óbeit sinni á Hannesi Hólmsteini og eignar honum eiginlega allt það versta sem fyrirfinnst í manneskjunni. Og það sem tendrar ofsann í ritstjóranum í þetta sinn eru skrif AMX sýnist mér en Karl Th reiknar það út á milli atriða að Hannes eigi þau meira og minna og til vara að hann stjórni hugsunum þeirra sem þar skrifa.

Ég sé ekki betur en að ritstjórinn missi sig svo eiginlega að fullu þegar hann heldur því fram eins og vonarstjarna Samfylkingarinnar, aðhlátursefnið Árni Páll, að fjöldamorðinginn í Noregi geti ekki borið annað fyrir sig en fylgilag við hægri öfgastefnu, þar geti geðveiki ekki komið til.

Þetta er gömul saga og núna ný. Menn hafa nennt að halda því fram að Stalín hafi verið geðveikur og verk hans hafi ekkert með hugmyndafræði komunismans að gera. Kannski eru þeir feðgar í norður Kóreu ekkert geðveikir eftir allt. Þeir lifa bara eftir hugmyndafræði sem gerir út á skepnuskap.

Menn hafa drepið fyrir nánast hvaða málsstað sem er. Fólk er myrt vegna þess að það heldur með einu fótboltaliði en ekki öðru. Ísraelar drepa fyrir sinn og Palestínumenn einnig. Veikustu hlekkirnir, og reyndar þeir sterkustu líka, hafa svo endurtekið fundið sér leiðir til að nota hvaða málsstað sem er.

Er sjálfgefið að þeir sem vildu aðskilnað á balkanskaganum hafi þar með skrifað undir þá glæpi sem herforingjar þar ástunduðu? Hvurslags ofstæki er það að skrifa fjöldamorðin í Noregi á hugmyndafræði þeirra sem lengst liggja til hægri?

Vanstilling ristjórans og pólitísk fötlun leiðir hann hér ofan í drullusvað sem hann sakar aðra um að hafa fasta viðveru í. Ofstæki getur birst í mörgum myndum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur