Mánudagur 25.07.2011 - 21:44 - 15 ummæli

Öfgar og geðveiki

Ritstjóri Eyjunnar hefur hugsanlega fengið væg einkenni bakþanka sem hann kannast þó ekki við eftir grein sem hann skrifaði af nokkurri vanstillingu um Hannes Hólmstein og amx og fleira vont í heiminum.

Ég veit ekki hvort tilefnið var grein um Össur Skarphéðinsson á amx eða hugarvakning sem ritstjórinn varð fyrir þegar aðhlátursefnið Árni Páll Árnason reyndi að gera sér, kannski undir rós, einhversskonar pólitískt mat úr hörmungaratburðunum í Noregi.

Ritstjórinn þarf svo ekkert að biðjast afsökunar á hatri sínu á amx og því sem þar er hvíslað eða ofnæminu fyrir Hannesi Hólmsteini. Sú saga er löng og merkileg og menn þumbast enn við í leðjuslagnum og ríghalda í fornar víglínurnar. Í þeirri baráttu virðist allt leyfilegt á báða bóga og má vart á milli sjá þó sumir þykist kannski sjá stigsmun er hann að mínu mati ekki eðlis.

En mér finnst verulega langt til seilst hjá þeim kumpánum að ætla að sýkna fjöldamorðingjann í Noregi af geðveiki heldur dylgja um að þetta sé í raun rökrétt afleiðing af skoðunum öfga hægrimanna sem hefði þá mátt búast við á hverri stundu frá fólki sem mælist alheilbrigt á geði.

Tal öfga hægri manna höfðar ekki til mín og það ryfjast upp fyrir mér að snarbilaðir menn finnast víst víða og ekki laust við að við þekkjum margar sögur um slíka sem hafa nýtt sér eiginlega hvaða hugmyndafræði sem er til voðaverka. Þar geta þeir horft til allra átta sem útbúnir eru víðsýni og þolgæði.

Ég tek þó auðvitað undir það að haturstal og neikvæðni er betri og frjórri jarðvegur en ekki en geld varhug við þeirri einföldun að það eitt og sér hafi, ásamt hugmyndafræði sem fjandinn Breivik aðhyllist, hafi ráðið öllum úrslitum. Hér þarf nefnilega geðveiki til þveröfugt við það sem ráðherrann heldur fram.

Hugsanlega eru öfgar geðveiki og geðveiki öfgar og kannski eru ýmsir einræðisherrar hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma barasta ekki geðveikir heldur bara lógísk afsprengi hugmyndafræði sem krefst þess að þjóðir séu beittar grimmd og sviptar mannréttindum og reisn.

það skyldi þó ekki vera…

Lífið hefur því miður að geyma sögur af fáránlegum frávikum brenglunar og geðveiki eins og helvítis skepnuna frá Noregi. Og mér er slétt sama þó menn setji nýtt heimsmet í orðhengilshætti.

Það er í besta falli ósmekklegt að reyna að slá pólitískar keilur af þessu ömurlega tilefni eins og ráðherrann og ritstjórinn létu eftir sér.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • En þú sérð samt ekkert athugavert við það að amx.is geri það…. amk ekki nógu athugavert til að tjá þig neitt sérstaklega um það.Hallærislegt

  • Heiða, sorpsíðan AMX sá þó alla vegana sóma sinn í að byðjast afsökunar á sínum orðum.Eyjuritstjórinn breytir færslunni sinni sem sínir að hann veit uppá sig skömmina en sér samt ekki sóma sinn í að byðjast afsökunar.(er reyndar ekki viss um að orðin sómi og AMX eigi endilega heima í sömu setningu enn datt ekkert betra orðalag í hug)Ritstjórinn beitti nefnilega velþekktri aðferð sem kölluð er „Reductio ad Hitlerum“ og telst til lægsta stigs röksemdafærslan.Svo er annað mál að það er kominn tími til að losna við þessa naflausu skítamola í íslenskum fjölmiðlum og á það jafnt við um Smáfuglanna, stakksteina og sandkorn.

  • Ósmekklegheit amx eru ekki afsökuð í minni grein Heiða en það skilst mér að þeir sjálfir hafi gert. Ég les amx ekki eins oft og þú….Ég hef skilning á því sem ég held að Kalli sé að reyna að tala um en góður tilgangurinn kafnar í pólitísku og persónulegu drullumallinu sem hann svo, með réttu, sakar amx um að sitja í.Það er hallærislegt og engu skiptir hver byrjaði þegar upp er ataðið. Hvernig fannst þér greinin mín annars?

  • Sæll,mér finnnst eitt forvitnilegt. Þegar menn sitja í 9 ár og undirbúa morð á fólki í ákveðnum stjórnmálaflokki, hafa samskipti við skoðunarbræður sína þar sem menn skiptast hugmyndum um hvernig hægt er að vinna óvininum (fjölmenningu, múslimum, jafnaðarmönnum…) sem mest tjón, helst með morðum, hvenær, nákvæmlega hvenær, á hvaða tímapunkti hættir slíkt að vera stjórnmálaskoðun og breytist í geðveiki? Hver er þín skoðun á því.

  • Áhugaverður punktur Kjartan og kannski er hægt með heimspekilegum vangaveltum að komast að þeirri niðurstöðu að Bin Laden hafi bara verið frjór baráttumaður og hugmyndafræðingur eða stjórnmálamaður jafnvel og geðveiki hafi ekki komið neitt við sögu. Það er umræðunnar virði að reyna að komast til botns í því hvað hvetur fólk til svona hluta hvaðan sem þeir eru upprunnir pólitískt. Það eru þeir sem ég er að skrifa um ekki að reyna. Þeir eru í pólitík….

  • Ekki veit ég hvaða læknisfræði þú hefur lært Röggi, hvað þá geðlæknisfræði og því er ekki úr vegi að spyrja hvað þú átt við með geðveiki ? Ertu viss um að þetta sé ekki bara efnaskiptasjúkdómur eða ilsig sem hrjáði þennann öfgahægrimann ?

  • Anonymous

    Það er rétt Röggi, að haturstal eitt og sér býr ekki til ódæðismenn … ekki frekar en vopn. Það þýðir ekki að haturstal sé ekki engu að síður hættulegt og óbeint ýti undir eða hvetji til slíkra verka. Því meiri þolinmæði sem við höfum fyrir slíku tali, því meira samþykkjum við öfgarnar sem einhvers konar sannindi. Ég er á móti bönnum í þessu sambandi … en aftur fylgjandi samfélagslegri vitund og pressu … eins og þeirri að benda á að AMX á sannarlega til að notast við slíkan og þar með hættulegan málflutning.Elfa Jóns

  • Anonymous

    Að afgreiða alla ógeðfellda (og fyrir okkur óskiljanlega)hegðun sem geðveiki, er bæði einföldun og rangt. Er svo fjarri lagi að ímynda sér að bráðgreindur maður, einkabarn aðdáunarfullrar móður (eins og Breivik) myndi með sér þær skoðanir að hann sé sérstakur og um hann gildi aðrar reglur en aðra? Hann hafi meiri rétt. Hann finnur hreinlega daglega fyrir yfirburðunum. Fær sífellt staðfestingu á sannfæringu sinni.Það síðan með „réttum“ félagsskap og „réttum“ hvötum, fer hæglega af sporinu.Hvernig er það geðveiki? Elfa Jóns

  • Anonymous

    Ef ég skil Rögga rétt að þegar pólitískt þenkjandi maður fer út fyrir rammann og fer að beita fjöldamorðum til að koma sinni pólitísku sýn á framfæri er hann orðið sérstakt tilfelli sem ekki er á nokkurn hátt hægt að tengja við pólitík. Í þessu tilfelli öfgahægristefnu með kristilegu ívafi. Semsagt hann þróaðist úr engu. En auðvitað þegar grant er skoðað er það auðvitað skiljanlegt að hægrimenn vilji slíta sig frá þessum fjöldamorðingja sem má líkja við illkynja æxli sprottið upp úr öfgahægristefnu. Hann er svo óþægilega nálægt.Einar Marel

  • Gaman að sjá hvernig sumir skrifa eins og það séu bara menn á hægri ofga hlið stjórnmála sem fara út af sporinu.Þetta er nefnilega ekki svo einfallt.Þetta snýst ekki um hægri eða vinstri, múslima eða kristna, þetta snýst um það þegar fólk fer að nota hætulegustu orð mannkynsögunar „Við“ og „Þeir“.

  • ..Rögnvaldur, öfgar haf ekkert með geðveiki að gera…bið þig að blanda því ekki saman..þó að notkun orðsins „geðveiki“ sé frjálsleg og oft langt frá upprunalegri merkingu orðsins og þa´í jákvæðum skilningi, þá er það engum til framdráttar né eftirbreytni og beinlínis rangt að nota það í því samhengi sem þú gerir.

  • Anonymous

    Hjartanlega sammála, Sigurður Ingi … við og þið er grunnur að öllum öfgum. Hægri, vinstri, upp og niður :)Elfa Jóns

  • Anonymous

    Ég skil ekki alveg rökin sem margir færa framm að fyrst Brevik hafi haft pólitíska „ástæðu“ fyrir verki sínu – að þá megi leiða að því að hann sé fjær því að vera geðveikur.Mér fynnst hitt þó heldur augljóst – að pólitík (sama hvaða merki hún ber) laðar að sér meir en flest annað fólk sem er ekki stabílt.Mér fynnst það því frekar styrkja þá grunsemd að hann sé geðveikur, að hann hafi haft sterkar pólitískar skoðannir.Í raun fynnst mér að það ætti að stofna nýjan flokk í DSM greiningarkerfinu: „self-righteous, confirmation bias syndrome“Ég er nokkuð vissum að sá syndrome er líka meira epidemic hér á landi heldur en ofvirkni og þunglyndi til samans

  • Anonymous

    ,,Sýkna“ fjöldamorðingjann í Noregi af geðveiki? Hvað ertu að tala um? Það er ekki sök að vera geðveikur. Þess vegna er hvorki hægt að sakfella né sýkna af geðveiki. Þú þarft að glöggva þig á hugtökum áður en þú notar þau.

  • Anonymous

    Geðveiki? Nei, Maður á Anabólískum sterum síðustu mánuðina fyrir árásirnar. Að bæta þeirri árásagirni sem misnotkun á sterum leiðir af sér við þær brjáluðu hugmyndir (en ekki geðveiki) og augljósa sjálfsdýrkun leiddi af sér að maðurinn gat brotið að baki sér siðferðiskendina sem ætti að stoppa hann af.Brjálæði geðveikra manna á ekkert skilt við þessar úthugsuðu aðgerðir.Menn geta orðið brjálæðir af ýmsum ástæðum og sjaldan er það vegna geðveiki, lang oftast tengt vímuefna og lyjfanotkun. Geðveikir eiga meiri virðingu skilið en að sett sé samasem merki á milli brjálæðra manna og geðveikra. Stundum sýnir geðveikur maður af sér brjálæði, en það er mun algengar að maður eins þessi, sem tekur inn lyf sem auka árásagirnd sýni af sér brjálæði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur