Miðvikudagur 27.07.2011 - 13:49 - Rita ummæli

Hver er Ólafur Arnarsson?

Þeir sem standa að amx vefnum geta auðvitað ekki kvartað undan því að þurfa að takast á við menn eins og Ólaf Arnarsson sem er rithöfundur og bloggari. Stundum eru mörkin þarna á milli alveg óljós og skáldaleyfið nýtt til fullnustu.

Ólafur getur skrifað skemmtilega og heggur í báðar áttir oft og hefur sérmenntað sig í „látum þá neita því“ aðferðinni. Sú tegund tjáningar þótti allvíða, og þykir víst enn hjá siðuðum þjóðum, afleit.

Ólafur er langt frá því eini maðurinn sem hefur náð sér í frægð með þessari aðferð og mér liggur við að segja að þetta sé að verða plagsiður. Steingrímur Hermannsson byrjaði þetta líklega en hann var sífellt að heyra eitt og annað í pottinum og gerði það án hiks að opinberri umræðu.

Rithöfundurinn Ólafur Arnarsson gefst ekki upp á því að fullyrða eftir upplýsingum sem hann segir skotheldar að hann viti það að LÍÚ styrki amx stórlega. Svo leynilegar séu þessar styrkveitingar að sumir stjórnarmenn viti ekki af þeim. Ekkert er þó svo leynilegt að Ólafur Arnarsson viti það ekki.

Þessu neitar LÍÚ ítrekað en rithöfundurinn situr við sinn keip. „Ég bara veit þetta“ ítrekar bloggarinn og þar við situr og sagan fær vængi. Og þeir sem hafa til þess áhuga geta svo smjattað eftir behag. Og bloggarinn snýr sér svo að næsta máli….

Það eru örugglega margar hliðar á þessu máli. Hversu lengi er normalt að menn haldi áfram að smyrja á fólk og fyrirtæki án þess að þurfa að færa minnstu sönnur á mál sitt eða að hafa nokkuð það fram að færa sem styrkir söguna annað en eigin sannfæringu? Það er nefnilega ekki LÍÚ eða amx að afsanna þetta eins og margir virðast halda.

Amx kallar reyndar ekki allt ömmu sína og kallar kannski svona lagað yfir sig með

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur