Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um þá hugmynd að draga okkur út úr aðildarviðræðum við ESB. Ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að fá samninginn og klára þetta stóra mál eins og menn og una niðurstöðunni. Hinn kosturinn er að þrasa um málið um ókomin ár þar sem trúarleiðtogar […]
Hún verður sífellt flóknari staða Samfylkingarinnar. Ekki nóg með að flokkurinn sitji í dauðagildru VG í ríkisstjórn heldur verður ekki betur séð en að eina baráttumál flokksins, inngangan í ESB, sé að verða æ fjarlægari draumur. Þjóðin bara vill ekki þarna inn ef eitthvað er að marka skoðanakannanir en reyndar er það þannig að fylgjendur […]
Ekki er að spyrja að hamaganginum í umræðunni um ESB. Trúarhitinn ber marga af leið og eyjan.is gerir hverjum þeim sem hefur sömu skoðun og ristjórinn eins hátt undir höfði og mögulegt er. Ekkert kemur þar á óvart. Fylgjendur aðildar geta ekki þolað formanni Sjálfstæðisflokksins að hafa skoðun á málinu og sumir eiga reyndar bágt […]
það sætir eiginlega furðu að fólk skuli ekki æða út á götu með búsáhöldin sín og krefjast kosninga. Eina rökrétta skýringin á því að það gerist ekki er að búsáhaldabyltingin var pólitík og ekkert merkilegra en það. Vanhæf ríkisstjórn hét slagorðið. Sú upphrópun nær engan veginn yfir þá ríkisstjórn sem nú situr og getur hvorki […]
Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera fótboltaþjálfari. Meira að segja á hinu litla Íslandi er gríðarpressa og álag. Reyndar er pressa á öllum hvort sem um er að ræða stjórnarmenn, leikmenn eða dómara. Þetta er orðinn alvöru bransi og peningar skipta máli. Umfjöllun um fótbolta eykst stöðugt og fyrir því eru […]
Björn Valur þingmaður VG skilur hvorki upp né niður í því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast með mikið fylgi nú um stundir. Við hin föttum alls ekki af hverju VG mælist með það fylgi sem flokkurinn þó mælist með. Þingmaðurinn rökstyður þetta skilningsleysi sitt með tilvitnunum í rannsóknarskýrsluna góðu enda þykir honum einsýnt að hún sýni […]