Þriðjudagur 11.10.2011 - 13:36 - Rita ummæli

Ég er eins og aðrir hugsandi vegna máls Ólafs Skúlasonar biskups. Hver yrði það ekki eftir magnað viðtal Guðrúnar Ebbu við Þórhall Gunnarsson? Sterk og vel gerð hreinskilin kona sat þar og talaði um hluti sem ég get með engu móti gert mér í hugarlund hversu erfitt er að tala um.

Kirkjan veit í raun ekkert hvað skal gera. Og þetta á ekki bara við um þjóðkirkjuna því fleiri trúfélög hafa gengið í gegnum svipað og finna ekki neinn farveg fyrir málin. Enda eru þessi mál erfiðustu mál sem upp koma og oft orð gegn orði. Dómstólar byggja úrskurði sýnist mér á sönnunarbyrði eingöngu en sannanir er oftar en ekki að hafa.

Ég get haft þá skoðun að alls engin líkindi séu til þess að hópur ótengdra kvenna taki sig til og beri lygar um kynferðislegt ofbeldi á biskpa eða aðra fulltrúa almættissins. Við vitum nóg í dag til þess að skilja að slíkt gerir fólk með fulla heilsu ekki að gamni sínu í hópum. Og mér er til efs að til séu dæmi um að börn haldi úti slíkum ásökunum árum og áratugum saman til foreldra sinna að gamni sínu.

Ég veit og skil að það er nauðsynlegt að fara varlega þegar að svona hlutum kemur því varla verður nein refsing meiri en sú að vera ranglega dæmdur fyrir svona hluti hvort heldur sem dómstólar gera það eða almannrómur. Og við höfum svo sannarlega gætt að því að fara varlega en eiginlega gleymt hinni hliðinni. Er skynsamlegur vafi kannski ekki til í löggjöfinni okkar?

Þjóðkirkjunni verður ekki kennt um það sem Ólafur Skúlason gerði í lifandi lífi. Ólafur varð ekki biskup vegna þess að hann reynist hafa verið sú skepna sem hann var. Þar komu væntanlega allt aðrir hlutir til plús megin í hans fari.

En þjóðkirkjunni verður kennt um að hafa skellt skollaeyrum við og hún gerir það enn að mínu mati. Góðir kirkjunnar menn mæta í kastljósið og virðast hafa það að markmiði að lifa viðtalið af án þess að segja neitt. Taka ekki afstöðu aðra en almenna um að svona megi ekki geta gerst og muni ekki halda áfram að gerast sé eitthvað til í öllu saman.

Og benda svo réttilega á að mál Guðrúnar Ebbu snúist ekki um einn mann

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur