Öllum getur orðið á. Gert mistök sem ekki þarf endilega að rekja til mannvonsku eða vilja til að meiða. Af einhverjum ástæðum eiga fjölmiðlar og fjölmiðlamenn erfitt með að játa mistök. Það er mannlegt og jafnvel eðlilegt að reyna að komast hjá slíkum óþægindum. DV gerir auðvitað mistök annað veifið enda er blaðið skrifað af […]
Jón Bjarnason er magnaður maður. Hann hefur stýrt skóla og nú stýrir hann stórum og mikilvægum ráðuneytum og enginn veit beinlínis af hverju. Tilsvör mannsins þegar hann er undir smá ágjöf gefa annað tveggja eindregið til kynna. Annað hvort er hann óhemjuskemmtilegur maður og fyndinn eða algerlega óhæfur til þeirra starfa sem hann hefur tekið […]
Það er kannski ekki að furða að ástandið hjá okkur sé skrýtið. Við erum rétt að reyna að ná áttum eftir hrunið og landinu stýrir einhversskonar ríkisstjórnarlíki. Því er haldið að okkur að allt sem heitir frelsi, einka og markaðsbúskapur sé vont en ríkiseign og ríkisrekstur sé góður. Gamlir ráðstjórnarríkiskommar ráða för og eins og […]
Það var vissulega fyrirséð að ekki yrði auðvelt að halda úti ríkisstjórn eftir hrunið. Ég spáði því að hér yrði kosið tvisvar til þrisvar næstu árin. Þá tók ég mið af heimssögunni og fræðum tengdum stjórnmálum. Sumir segja að ekkert sé nýtt undir sólinni en þegar kemur að ríkisstjórn VG og Samfylkingar kemur í ljós […]
Nú taka við jafnvel enn áhugaverðari tímar en við höfum áður séð í „samstarfi“ VG og Samfylkingar. Ákvörðun Ögmundar um að synja Huang Nubo um landakaup sín mun að líkindum hefja pirring Samfylkingar sem var þó ærinn fyrir upp í nýjar hæðir. Ráðuneytið lá yfir málinu vikum saman og Ögmundur komst að því að ef […]
Ég viðurkenni að hafa ekki sett mig inn í kjarasamning leikskólakennara. Ég get líka sagt að ég hef mikla samúð með kjarabaráttu þeirra. Ég hef enda eins og við öll meira og minna myndi ég halda nýtt mér þjónustu þess hóps og skil mikilvægi starfa þeirra þó ég skilji alls ekki af hverju menn fá […]
„Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu“ Svo mælir Magnús Orri Schram sem virðist bara alls ekki ætla að átta sig á því að hann og hans flokkur er í núverandi ríkisstjórn. Þingmaðurinn skrifar hverja greinina á fætur annarri til þess að lýsa því yfir að hann sé eindreginn talsmaður þess að […]
Þá vitum við það. Bjarni Ben er og verður leiðtogi Sjálfstæðisflokksins um fyrirsjáanlega framtíð komi ekkert óvænt upp á. Mér sýnist á umræðunni að landsfundurinn hafi verið andstæðingum flokksins talsverð vonbrigði. Barátta formannsframbjóðendanna var til fyrirmyndar og þau létu ekki draga sig út í neitt forað sem hlýtur þó að vera einhver freisting í hita […]
Jóhannes Valgeirssson knattspyrnudómari eða ætti ég kannski að segja fyrrverandi knattspyrnudómari veit ekki af hverju hann er ekki lengur dómari. Hann hefur bara alls enga hugmynd um það. Og fjölmiðlar halda áfram að birta sífellt dramatískari og lengri greinar hans um þetta grunleysi. Ég er auðvitað í sömu stöðu og Jóhannes og veit ekki neitt […]
Það er nokkrar leiðir til að túlka sigur Bjarna Ben í formannskjörinu um helgina. Andstæðingar flokksins reyna auðvitað að telja sér trú um að það að leggja afar sterkan frambjóðanda í lýðræðislegri kosningu sé ósigur. Gott dæmi um mann sem hefur laskaða pólitíska sýn á þetta er Björn Valur Gíslason sem telur væntanlega að Steingrímur […]