Föstudagur 25.11.2011 - 13:51 - Rita ummæli

Nú taka við jafnvel enn áhugaverðari tímar en við höfum áður séð í „samstarfi“ VG og Samfylkingar. Ákvörðun Ögmundar um að synja Huang Nubo um landakaup sín mun að líkindum hefja pirring Samfylkingar sem var þó ærinn fyrir upp í nýjar hæðir.

Ráðuneytið lá yfir málinu vikum saman og Ögmundur komst að því að ef þessi aðili fengi undanþágu skapaði það fordæmi og með því yrði ekki hægt að neita öðrum. Stórmerkileg röksemdafærsla því ég hélt að hvert tilfelli fengi sérstaka umfjöllun og ekkert væri sjálfvirkt í þessum efnum hvorki til eða frá.

Ögmundur telur sem sagt að það eitt að já núna þýddi já alltaf eigi að vega svo þungt að nei sé eina svarið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur