Þriðjudagur 08.11.2011 - 13:09 - 1 ummæli

Auðvitað er ókostur að vera ekki á þingi….

…sérstu formaður Sjálfstæðisflokksins en hvort það er frágangssök á þessum tímapunkti er svo allt annað mál.

Formannssalagurinn í Sjálfstæðisflokknum er að taka á sig mynd þessa dagana. Ekki er hægt í fljótu bragði að setja stórágreining málefnalegan milli frambjóðandanna á oddinn og því er slegist um aðra hluti.

Hvernig er hægt að vera ósammála um að það sé lakara að formaður flokksins sitji ekki á þingi? Og það jafnvel þingi sem mörgum finnst vart á vetur setjandi.

Allar ákvarðanir eru teknar á alþingi og þar fer umræðan fram. Þar sitja saman í einni sæng framkvæmdavald og löggjafi og takast á. Hvernig getur verið gott fyrir formann stjórnmálaflokks að hafa þar ekki seturétt?

Hanna Birna hefur svo marga kosti að mér finnst það taktískt rangt hjá hennar fólki að láta umræðuna snúast um þennan veikleika hennar með því að reyna að hártoga gildi þess að leiðtogar flokka sitji á þingi.

Slíkt tal beinir umræðunni bara enn sterkar að þessu sem er svo kannski þrátt fyrir allt alls ekkert aðalatriði þegar til lengri tíma er ltið.

En ég efast þó ekki um að Hanna Birna mun leggja ofurkapp á að komast á þing fái hún brautargengi á landsfundi.

Enda veit hún að mjög er mikilvægt að formaður Sjálfstæðisflokksins sitji á þingi…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Skil ekki þennan áhuga fólks á því hver verður formaður Íhaldsins. Skiptir sko núll máli hvort Bjarni Vafningur verði kjörinn, eða Hanna Birna. Mætti eins vel kjósa vasaþjófinn Árna Johnsen eða kjánann Ásbjörn Óttarsson í djobbið. Eins trivial og formannskjör í félagi hundaeigenda. Flokkurinn verður áfram græðgisvæddur og á bandi kvótagreifa, heildsala og lögfræðingaklíku höfuðborgarinnar. Haukur Kristinsson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur