Föstudagur 11.11.2011 - 13:28 - Rita ummæli

Stundum þegar forsetar Bandaríkjanna hafa átt undir högg að sækja og kosningar að nálgast hafa þeir gripið til þess snjallræðis að koma sér upp stríði eða til vara alvarlega milliríkjadeilu við vonda einræðisherra. Þetta hefur oft virkað vel.

Á Íslandi birtist þetta þannig að ráðamenn bora göng í gegnum fjöll og þá helst í kjördæminu sínu. Gildir þá einu hvort einhver glóra er í verkinu.

Ef allt væri með felldu á Íslandi hefði enginn stjórnmálamaður þrek til þess að tala fyrir Vaðlaheiðargöngum í því árferði sem nú er.

Stjórnmálamenn sem berjast af öllum mætti fyrir erlendri fjárfestingu af hvaða tagi sem er hafa svo döngun í sér til þess að vilja bora göng sem börnin okkar munu þurfa að borga harðri hendi út í hið óendanlega.

Burt með erlenda fjárfestingu og tökum í staðinn lán til að bora óarðsöm göng í gengum kjördæmi mitt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur