Mánudagur 14.11.2011 - 11:31 - 5 ummæli

Falskar minningar

Ég veit ekkert hvað falskar minningar eru. Hélt í barnaskap mínum að minningar væru bara minningar en er að læra það að við getum komið okkur upp minningum sem eru alls ekki minningar heldur eitthvað allt annað.

Mál Guðrúnar Ebbu hefur tekið á sig ýmsar myndir og allt í einu kemur í ljós álit minnihlutahóps sérfræðinga sem þykjast sjá öll merki þess að Guðrún Ebba hafi eytt stórum hluta ævinnar í að eltast við falskar minningar. Alveg er það ömurlegt ef satt reynist og ég skil ekkert í því af hverju sá möguleiki var ekki kannaður fyrr.

Ekki kann ég að nefna öll hugtökin sem til eru í svona málum. Ég veit heldur ekki hvort nokkurn tíma er hægt að segja að full sönnun til eða frá sé möguleg án játninga. Þar liggur vandinn og fólk skiptist í tvo hópa.

Í aðalatriðum eru hóparnir tveir. Annar hópurinn virðist aldrei trúa neinu en hinn að jafnaði alltaf öllu.

Ég sá bróðir Guðrúnar Ebbu í Kastljósi um daginn. Afar viðkunnanlegur maður um allt. Talaði rólega og af öryggi og var sanngjarn og lagði gott orð í báðar áttir. Hann tilheyrir fjölskyldunni sem hafnaði stúlkunni sem bar glæpinn upp á föðurinn.

Bróðir Guðrúnar Ebbu ríghélt í kenninguna um falskar minningar sem er kannski vonlegt. Og ég hugsaði; Geta falskar minningar ekki herjað á hann eins og hana?

Ætli það sé alveg óþekkt að heilu fjölskyldurnar deyfi sársauka með afneitun og komi sér upp björtum og ljósum minningum? Er bara hægt að nota þetta hugtak í aðra áttina. Af hverju finnst mér rökrétt að nota falskar minningar til þess að deyfa sársauka fremur en að búa hann til?

Ég vona að í framtíðinni verði hægt með vísindalega fræðilegum hætti að komast eitthvað nær sannleikanum í svona málum en nú er.

Enda ferlegt að geta ekki treyst minningum sínum. Hvorki þeim góðu né slæmu…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Góð pæling Röggi. En athugaðu að í þessu tilfelli þarf ekki einu sinni að vera um falska minningu hjá bróðurnum að ræða, því hann var ófæddur og kornabarn þegar þetta á að hafa átt sér stað. Merkilegt hvað hann getur tjáð sig mikið samt um þetta.

  • Anonymous

    @Röggi: ,,Ég veit ekkert hvað falskar minningar eru. Hélt í barnaskap mínum að minningar væru bara minningar …“Þú veist þá væntanlega ekki heldur hvað bældar minningar eru.

  • Anonymous

    Ætli það sé alveg óþekkt að heill stjórnmálaFLokkur deyfi sársauka með afneitun

  • Anonymous

    Hvað meinarðu með þvi að þau hafi hafnað „stúlkunni“ sem bara upp glæpinn. Jafnvel þú sem fjallar um þetta mál á tiltölulegan yfirvegaðan hátt, ferð með rangt mál. Fjölskyldan styður hana, og hafnar henni ekki á neinn hátt. Þau „studdu“ hana til að byrja með, en líklega hefur bókin, sagt „hingað og ekki lengra“. Eflaust er það til að fjölskyldur neita tilvist þessara mál, hins vegar kaus hún að fara með þetta mál í fjölmiðla. Það er svo æpandi í þessu máli samskipti fjölmiðla, ákv. hóps , og síðan Guðrúnar Ebbu. Þetta lítur út eins og vel hannað leikrit. Því miður. Síðan hvernig hún í t.d. laugardagsviðtali DV, talar niður til bróður síns, og vorkennir honum og segir „litli bróðir minn“. Fólk vísvitandi kýs að líta framhjá staðreyndum í þessu máli. Síðan þegar hún tjáir sig um falskar minningar, sem hennar mál gæti ótrúlega fallið undir, má segja að það sé allt í hennar máli, sem bendi til falskra minninga, hreint með ólíkindum. Hver eru hennar viðbrögð „ég hló nú bara“!!!!!!!! Eftir allt sem á undan er gengið, þá „hló hún bara“. Hvað er í gangi eiginlega??

  • Anonymous

    ´Á árunum 1980 til 90 gengu svona misnotkunarrógur um öll bandaríkin og var þessi vitnisburður í flestum tilfellum falskur— leikarinn james wood hneyklaðist ásamt fleirum þar sem réttarstaða rógs var óheftur til að bæta endalaust í sögurnar án nokkra sannana OG FRAMLEIDD VAR MYNDINN INDICTMENT UM FJÖLMIÐLASYRKUSINN SEM EIÐILAGÐ MANNORÐ FJÖLDA SAKLAUST FÓLKS–Indictment: The McMartin Trial (1995) (TV) More at IMDbPro » ad feedbackThe McMartin family's lives are turned upside down when they are accused of serious child molestation. The family run a school for infants. An unqualified child cruilty „expert“ videotapes the children describing outrageous stories of abuse. One of the most expensive and long running trails in US legal history, exposes the lack of evidence and unprofessional attitudes of the finger pointers which kept one of the accused in jail for over 5 years without bail. Written by Rob Hartill Who really decides who is guilty or innocent among us? Where is justice when a person's life hangs in the balance? Indictment: The McMartin Trial looks at these and other questions during a trial whose nature would strike fear into the hearts of parents anywhere and tear apart the lives of the accused. A family dedicated to looking after young children are arrested for the horrifying crime of child molestation. However their guilt or innocence was not determined swiftly by their fellow countrymen in a court of law. Rather it was determined by the media and thus making up the minds of a whole country. The system we live in and who holds the power is exposed leaving a family devastated in its wake. Written by

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur