Laugardagur 19.11.2011 - 17:39 - 4 ummæli

Litla Kína á fjöllum

Páll Vilhjálmsson er einn magnaðasti bloggari sem við eigum. Gagnorður og kann að hreyfa við fólki og getur ýtt umræðunni áfram án þess að meiða en þó grefilli hvass. Ég er oftar sammála honum en ekki en nú hefur Páll skrifað dámikla hræðslugrein um Kinverja af því tilefni að einn slíkur vill kaupa Grímsstaði á fjöllum.

Getur verið að ég sé ekki nógu hræddur við útlendinga? Páll óttast hreinlega að þarna muni rísa lítið útibú frá Kinverska kommúnistaflokknum. Dvergríki sem muni með einhverjum hætti verða sjálfstætt með eigin löggjöf og utanríkisstefnu.

Þetta lítla Kína muni svo breiða úr sér eins og lúpína að vori án mögulegrar viðspyrnu af okkar hálfu. Þarna verði töluð Kínverska og yfirvöld í móðurlandinu muni á endanum sjá um að þarna verði Kínversk löggjöf okkar ofar.

Mér finnst þetta alveg út úr korti. Fyrir mig er þetta Íslenskur afdalahugsunarháttur sem byggir ekki á neinu raunverulegu. Þarna er áunninn ótti við eitthvað sem ekki stenst. Hvað er það í löggjöf okkar sem Páll telur vera þannig að erlendir viðskiptamenn geti allt að því stofnað sjálfstætt ríki á fjöllum án þess að við fáum rönd við reyst?

Ég veit að þetta er planið hjá þeim sem vilja ekki þessi viðskipti. Halda bara uppi svona tali sem er ekki byggt á neinu raunverulegu öðru en óttanum við þá sem stjórna Kínverska alþýðulýðveldinu.

Ögmundur Jónasson hefur setið vikum saman við að reyna að finna útgönguleið og forða okkur frá þessari milljarða fjárfestingu útlendings sem er tilbúinn að ganga að hverjum þeim skilyrðum sem stjórnvöld hér hafa týnt til.

Við skulum vona að á bak við fyrirsjáanlega neitun Ögmundar verði eitthvað bitastæðara en hjá Páli. Þar munu kaffiboðssamsæriskenningar ekki duga…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Þegar ég var við nám í London þurfti breska lögreglan lítið að skipta sér af í Soho. Það fór enginn út af línunni þar. Kínverjarnir sáu til þess. Engin vandræði, engin lögga. Þetta hefur kannski breyst en kínverjar hafa löngum haft þann háttinn á að skipuleggja sig sjálfir þar sem þeir hafa sest að meðal þjóða. Og það er svo sem eðlilegt. Við mundum gera það sjálf.ÞÚB

  • Anonymous

    Gátu Bandaríkjamenn keypt Miðnesheiði þegar þeir komu hingað með bandaríska herinn? Nei þeir gátu það ekki, heldur tók íslenska ríkið landið eignarnámi, og leigði síðan hernum landið til tiltekins tíma. Það er rétta leiðin að þessu.Kínverjinn sem vil reka golfvöll og loftbelgjaleigu á túndrunni uppi á hálendinu (sem er í sjálfu sér hlægileg viðskiptahugmynd. Állir í ferðaþjónustunni hlægja af þessari áætlun), hann getur bara leigt þetta land, lagt til viðskiptaáætlun um loftbelgjaleiguna og golfvöllinn. Landið er leigt undir þá starfsemi og enga aðra, nema með leyfi landeigandans. Kínverjinn borgar síðan leigu fyrir landið, rétt eins og útgerðarmenn borga leigu fyrir að veiða fiskinn í sjónum.Hvernig mönnum dettur í hug að selja land er með þvílíkum ósköpum að undrun sækir. Sá sem á land er alltaf í bílstjórasætinu. Sá sem þarf að leigja land er oftast kallaður „leiguliði“. Það er ekki staða sem er ásættanleg. Það tók Íslendinga langan tíma að komast í bílstjórasætið aftur. Jóhanna og Össur hafa einfaldlega ekkert leyfi til að selja eitthvað frá sér sem þau öfluðu ekki sjálf. Þetta mál þarf að skjóta út á hafsauga. Sala á landi sem ríkið á er ekki á dagskrá. Þetta hefur ekkert að gera með óvild í garð Kínverja, Gyðinga, Araba, Færeyinga eða annarra.

  • Anonymous

    Íslandi stafar helst hætta af Íslendingum

  • Anonymous

    它真的是可怕的,如果我們都學會說,寫中國

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur