Föstudagur 25.11.2011 - 11:58 - 5 ummæli

Leikskólakennarar og jafnaðarstefnan

Ég viðurkenni að hafa ekki sett mig inn í kjarasamning leikskólakennara. Ég get líka sagt að ég hef mikla samúð með kjarabaráttu þeirra. Ég hef enda eins og við öll meira og minna myndi ég halda nýtt mér þjónustu þess hóps og skil mikilvægi starfa þeirra þó ég skilji alls ekki af hverju menn fá hærri laun fyrir að svara í síma ráðhúsinu en að vera með börnunum okkar.

Núna eru leikskólakennarar sturlaðir vegna þess að meirihlutinn í Reykjavík komst að því á fundi sínum að þessi hópur hefði gert kjarasamning með hækkunum sem eðlilegt væri að taka þá skipulega til baka. Einmitt vegna þess að leikskólakennarar fengu hækkun!

Þessi samningur er ekki mjög gamall og mig minnir að hann hafi klárast undir gríðarþungum almennum stuðningi við þessa starfstétt. Sá viðtæki stuðningur fullyrði ég að hafi ekki verið háður þeim skilyrðum að hækkanirnar sem um var samið skyldi taka til baka ef hægt væri að finna einhvern annan hóp starfsmanna borgarinnar sem fékk minna.

Leikskólakennarar voru og eru með hlægileg laun í einhverju mikilvægasta djobbi sem hægt er að hugsa sér. Ég ætla ekki að kenna núverandi meirihluta í borginni um þá stöðu en ég bara get með engu móti skilið málflutning Dags B Eggertssonar í útvarpi í gær.

Kannski var ég eitthvað að misskilja manninn en mér fannst hann segja að leikskólakennarar hefðu mátt sjá þetta fyrir. Þeir hefðu fengið meira en aðrir og því þurfi þeir að skila í áföngum til baka.

Er nema von að sumir tryllist. Eigum við ekki öll að tryllast til stuðnings málsstað lekskólakennara?

Jafnaðarstefnan tekur á sig furðumyndir stundum þegar Dagur B Eggertsson talar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Reykjavík – eitt bæjarafélaga yfirborgaði leikskólakennurum vegna lágra launa. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar þar sem leikskólakennarar einir stétta fá verulegar launaleiðréttingar. Er ekki eðlilegt að Reykjavík samræmi kjör sinna leikskólakennara við kjör leikskólakennara í öðrum bæjarfélögum?

  • Anonymous

    „Jafnaðarstefnan tekur á sig furðumyndir stundum…“Nei, í rauninni ekki. Jafnaðarstefnan snýst, í enda dags, um að allir eigi að hafa jafn LÁG laun. Því það er svo auðvelt að jafna niður á við.Til að jafna upp á við þarf að stórauka verðmætasköpun til að knýja slíka kjarabót. Til þeirra verka eru jafnaðarmenn ónýtir eins og dæmi dagsins sanna, Nupo hafnað af Ögmundi „hinum réttláta“.Sjallar settu okkur í kreppu, jafnaðarmenn halda okkur þar.Kv. Guðjón Thor Ólafsson

  • Anonymous

    Þeir sem ráða eru grínistar, voru hér fyrr á öldum hirðfífl.Ekki von á gáfulegu frá brandarakalli og hans hirðfíflum.mbk.

  • Nafnlaus númer eitt.Er það orðið eðlilegt fyrst núna? Af hverju var það ekki eðlilegt fyrir gerð seinasta kjarasamnings? Það er ekkert eðlilegt við þessa aðgerð meirihlutans og útskýringar hans, sem reyndar breyttust frá því að tillagan var fyrst boðuð og þar til hún var lögð fram, halda ekki vatni.

  • Þess má líka geta, varðandi hækkanir leikskólakennara umfram aðra, að leikskólakennarar brunnu inni með sína samninga 2008. Þegar hrunið varð voru leikskólakennarar samningslausir. Þeir tóku svo þátt í þeirri sátt sem var gerð um að frysta samninga með krónutöluhækkuninni sem allir fengu. Það var einmitt gert í trausti þess að við næstu samninga yrði þetta bil leiðrétt. Leikskólakennarar voru í raun tveimur samningum á eftir flestum stéttum þegar samið var nú síðast. Það útskýrir hækkanir þeirra umfram það sem aðrir fengu. Það að borgin ætli að nýta sér þessar aðstæður til þess að fella niður greiðslur fyrir neysluhlé er ekkert annað en enn ein árásin á stéttina úr þeim herbúðunum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur