Þriðjudagur 06.12.2011 - 12:46 - Rita ummæli

Ég er nefnilega sammála Halli Magnússyni þegar hann sér Árna Pál styrkja sig í sessi innan Samfylkingarinnar. Mér sjálfum finnst hann löngum stundum algerlega óskiljanlegur jafnvel þó hann komi óbrjáluðum setningum frá sér en hann er samt mjög líklegur.

Kannski mest vegna þess að hann langar svo mikið að verða formaður Samfylkingar. Það hefur hann umfram aðra sem í þeim flokki eru. Jóhanna situr af því að ekki hefur tekist friður um næsta mann og ekki af annarri ástæðu.

Samfylkingu er mikið í mun að láta allt líta út fyrir að vera slétt og fellt. Að styrkurinn felist í því að engin umræða eða átök séu innan flokksins. Allir í einni sæng að róa af krafti í eina átt. Þannig er staðan ekki og að mínu viti ekkert betra að bíða með það að finna flokknum nýjan leiðtoga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur