Miðvikudagur 07.12.2011 - 17:12 - 4 ummæli

Danskt bankahrun?

Getur verið að Danmörk sé að fara að ganga í gegnum bankahrun? Sérfræðingarnir sem hafa siglt keikir yfir hafið og messað yfir okkur molbúum hér í norðrinu og sagst hafa vitað allt en við skellt skollaeyrum.

Á Íslandi er það þekkt staðreynd meðal léttadrengja í leit að skjótfengnum pólitískum ágóða að heimshrun bankakerfis hefðu hérlendir menn, líklega tveir að tölu, átt að sjá fyrir. Og ekki einungis það. Þeir hefðu átt að koma í veg fyrir óskundann.

Danir hljóta að íhuga framsal…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Óskaplega barnaleg er þessi tilraun vogunarsjóðsins Luxor til at „shorthandle“. Hefðu kannski átt að athuga málin betur og finna betra fórnarlamb. En ekki að spyrja að barnaskabnum hjá okkur Íslendingum sem allt gleypum hrátt. Sérstaklega ef það passar von okkar og vilja. Við lærum seint :-)))“One of the worst informed articles I have ever seen. Many European countries have similar Bank Assets to GDP and have had for many years. Your reference to Icelandic Style Crash should seriously make any serious reader block your website going forward. Some facts:1) Denmark has one of the lowest debt to gdp ratios in Europe (much lower than the „amazing“ US)2) It has an unemployment rate of 5%3) The 10 year Gvmt bond rate is 50 bps tighter than Germany4) Danske Bank only has 3.3bn net exposure to PIIGS bonds, not 17bn as per your article (as per their Q3 report) and that is marked to market, so a non-issue5) The Danish property market has already corrected 30% and the losses have been taken6) The Irish real estate development book has been written down by 80% and now poses very little residual risk. They have written this book down to the bare bones.7) The company has a core tier 1 ratio above 10% making it one of the 10 best capitalised large caps banks in Europe8) Your stats on the concentration of the banking system are correct. This has been the concentration for the last 50 years – why it should suddenly lead to a collapse is a puzzling conclusion.9) Your article shows that you haven't understood the match-funding concept for Danish mortgage bonds, but I can refer you to Wikipedia if you want to understand why you are missing the point.10) Oh and by the way it's illegal to short shares of Danish banks, but I am sure you are aware of that…You are a fantastic example of why US investors consistently fail to make money in Europe. They take their simplistic US analysis and try to model the rest of the world accordingly.I know I should have ignored this post and not responded, but this is like reading a high school kid from Utah analysing Russian politics.Read more: http://www.valuewalk.com/2011/12/luxor-capital-q3-shareholder-letter-short-danske-bank/#ixzz1fr9Igh5L

  • Anonymous

    Þetta hjá nafnlausum átti nánast allt við um Ísland/íslenska banka fyrir 3-4 árum, sumt annað eru samanburðir eftir kröss og lokapunkturinn er asnaleg knee-jerk viðbrögð stjórnmálamanna.

  • Anonymous

    Nafnlaus númer 2; Nei, þetta er einfaldlega rangt. Það sama hefur aldrei verið hægt að segja um Íslenska banka! En viðbrögð þín eru skiljanleg. í sakleysi okkar og hrifningu yfir öllu fjármagninu sem flæddi yfir skerið yfirsást okkur að það var gengið yfir okkur á skítugum skónum af okkar eigin bönkum, stjórnmálmönnum, fjárglæframönnum, svindlurum og fjölmiðlum. Tortryggni þín og gremja er því skiljanleg. En ekki allstaðar er sami molbúhátturinn og var hér á landi fyrir fáum árum.

  • Anonymous

    Íslendingar hafa aldrei – frá norrænu landnámi haft burði til að reka þjóðfélag. Einstaklinghyggja þessarar þjóðar hefur valdið meiri óskunda en allir jarðskjálftar, móðuharðindi, einokunarverslun, eldgos, aflabrestir og drepsóttir til samans, líkt og Jóns J. Aðils sagnfæðingur taldi fyrrum.Þetta er víst það sem Röggi og FLokkurinn vill.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur