Miðvikudagur 14.12.2011 - 09:12 - 6 ummæli

Jóhanna, umræðan og þögulir fjölmiðlar

Þá sjaldan forsætisráðherra lætur til sín taka í umræðunni gengisfellir hún embættið sem hún gegnir. Þegar staðan verður sem svörtust í þinginu grípur hún til þess gamla bragðs að tala hátt og mikið um hið vonda „íhald“ sem á ekki betur við neina ríkisstjórn en þá sem hún sjálf stýrir. Þetta er gamla Ísland og gamla pólitíkin og virkar enn sýnist mér. Allavega á fjölmiðlamenn sem láta gott heita.

Almennt tekur hún þó ekki þátt í umræðunni heldur lætur Steingrím um það. Honum er svo að fatast flugið heldur betur og verður uppvís að hálfsannleik eða hreinlega lygum án þess að það verði að stórmáli í umræðunni.

Jóhanna stekkur til þegar mikið liggur við og segir þá bara eitthvað sem hljómar vel. Líklega treystir hún á að fjölmiðlar annað hvort hafi ekki nennu eða áhuga á að rengja það sem hún segir. Á þetta getur hún að mestu treyst því fjölmiðlum flestum er nákvæmlega sama þó eitt stykki forsætis eða fjármálaráðherra bulli bara einhverju frá sér.

Núna hefur Jóhanna kveðið upp úr með það að fólksflutningar héðan séu ekki meiri en undanfarin ár og virðist hneyksluð á umræðunni. Þetta segir hún bara sísvona og styður það ekki með nokkrum rökum. Þar með er því máli lokið af hennar og fjölmiðla hálfu og báðir aðilar snúa sér svo að því að lumbra á stjórnarandstöðunni.

Ég er ekki í þessum pistli að velta fyrir mér ástæðum þessara fólksflutninga heldur því hvernig forsætisráðherra umgengst umræðuna og sannleikann. Og hvernig vinveittir fjölmiðlar fara að því að láta sér fátt um finnast.

Hvernig væri að ganga dálítið á Jóhönnu í þessu máli. Á hvaða upplýsingum er þessi málflutningur byggður? Þetta er nógu lítið mál til þess er það ekki? Ekki hafa menn þrek til þess að stóru málunum…….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Allt í lagi fjölmiðlar kanni nú aðeins málið áður en þeir ráðast að Jóhönnu. Fésbókarvinur minn sem er með gráður í hagsögu benti t.d. á þetta:“Á 50 ára tímabili, 1961-2010, fluttu 20.912 fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en sem fluttu aftur til gamla landsins. Það er um 8% þjóðarinnar, 12. hver Íslendingur! Skipt í stærstu tímabil fólksflutninga millli landa eru hlutfallstölurnar þannig. 1968-1970: 1,4% íslenskra ríkisborgara; 1976-1980: 1,7%; 1995-1997: 1,1% og 2009-okt 2011: 1,8%. Heimiildir: HAGSKINNA, tölur Hagstofunnar, Samtök atvinnulífsins.“Svo ef menn eru að leika sér með tölur um fólksflótta þá verða menn að átta sig á að 2 þúsund manns af 319 þúsundum er ekki sama tala og áður þegar þjóðin var mun fámennari. Finnst að fólk verði nú aðeins að anda áður en það ræðst að Jóhönnu, bara af því að hún er auðvelt skotmark.

  • Anonymous

    Röggi,kynntu þér málið áður en þú tjáir þig.Jóhanna byggir sinn málflutning sennilega á tölum Hagstofunnar.

  • Anonymous

    Sé hér að tveir meðvirkir aðilar hafa andmælt bloggi þínu, Röggi.Það sama verður sagt um fjölmiðla hér á landi, þ.e.a.s. hinir svokölluðu frjálsu og óháðu fjölmiðlar.Þessir fjölmiðlar hafa verið duglegir við að strjúka ríkisstjórninni réttsælis, sérstaklega þá DV, og passa að aldrei varpist skuggi á neinn stjórnarliða.Aftur á móti hafa þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fengið það óþvegið, sérstaklega hjá DV. Þar hafa þessi þingmenn lent af miklu miskunarleysi í mulningsvél DV.

  • Anonymous

    Er þá Hagstofan einnig meðvirk ???

  • Anonymous

    Nei, Hagstofan er ekki meðvirk, heldur velur þetta meðvirk fólk þá leið að lesa tölur Hagstofunnar um fólksflutningu eins og Skrattinn velur að lesa Biblíunu.

  • Anonymous

    Stöð 2 sýndi vel fram á að Jóhanna fór með rangt mál. Þannig Jóhanna hefur slegist í för með SJS að ljúga.mbk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur