Þriðjudagur 31.01.2012 - 10:53 - Rita ummæli

Nú tókst Ögmundi að móðga opinbera starfsmenn duglega. Ögmundur missti sig í baráttunni gegn ESB og sagði óvart það sem hann hugsaði sinnum tveir. Ég er nokkuð viss um að hann trúir því enn að embættismenn séu hallir undir ESB vegna bitlinga og ferðapeninga.

En það bara gengur ekki fyrir mann eins og Ögmund að hafa þannig skoðun og því biðst hann bara afsökunar en ekki auðmjúklega eða af trúverðugleika. Þeir sem vilja inn í ESB hyggjast svo blóðmjólka þetta pr klúður Ömma til að koma höggi á nei fólkið.

Og tala um að þetta sé týpískt dæmi um umræðu neiaranna. Ég sjálfur sé ekki mikinn mun á kúk og skít þegar kemur að orðræðunni í þessum efnum. Sýnist fylkingarnar hamast við að saka hvor að aðra um að vilja Íslandi ekki gott með afstöðu sinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur