Mánudagur 06.02.2012 - 21:32 - Rita ummæli

Lífeyrissjóðirnir eru brennidepli núna í kjölfar frétta af gríðarlegu tapi þeirra þegar fjármálakerfi heimsins hrundi. Mér sýnist veruleg hætta á að umræðan verði yfirborðskennd og þeir sem hæst láti og bjóði mest muni hafa orðið.

Vinsælt er að gagnrýna boðsferðir lífeyrissjóða og vissulega hlýtur að verða að umgangast þær af gagnsæi og fagmennsku enda skilin á milli þess sem menn kalla vinnuferðir og boðsferðir að verða dulítið óljós og ekki sama hver talar og um hvað.

Stutt er síðan heill ráðherra varð að bjðjast afsökunar þegar hann talaði um ferðir til Brussel og hagsmunarekstra í sömu setningunni. Í prinsippinu er snúið fyrir einfeldning eins og mig að sjá allan eðlismun þarna. Hvenær eru vinnuferðir fjölmiðlamanna boðsferðir og hvenær ekki?

Margir virðast halda að Íslenskir fagfjárfestar hafi verið undanþegnir þegar systemið hrundi og telja það sjálfkrafa og augljóst merki um svindl að við skulum tapa. Af hverju skyldu forráðamenn lífeyrissjóða einir manna átt að sjá það sem engir aðrir sáu þó gaumgæfilega væri skoðað og faglega af til þess bærum eftirlitsstofnunum innlendum sem erlendum?

Krafan um að sjóðirnir væru virkir þátttakendur í atvunnulífinu var og er alltaf mjög hávær og margir vildu meira en sjóðirnir gerðu. Nú er það gleymt og þeir sem vildu t.d. að sjóðirnir kæmu heim með eignir sínar allar til að setja inn í ónýta banka síðustu dagana sem Guð gleymdi að blessa Ísland eru sumir í dag mestu gagnrýnendur sjóðanna. Mikið var nú gott að ekki var farið að þeirri vel meinandi ráðgjöf.

Ég get sagt það þó ég skil þá ágætlega sem gagnrýna málefnalega hvernig þessir sjóðir eru samansettir. Og auðvitað er ekki nokkur ástæða til að gefa afslátt af réttvísinni hafi menn gerst brotlegir við lög.

Ég skil þá líka sem sjá ofsjónum yfir kostnaðinum við að halda úti þessu kerfi. Og hef einnig vissa samúð með þeim sem vilja sjá meiri valddreifingu en veit ekki alveg hvernig það skal útfæra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur