Föstudagur 13.04.2012 - 09:30 - 1 ummæli

Tilhneigingin

Jón Bjarnason er aftan úr grárri forneskju pólitískt séð. Maður sem sér ekki framrúðuna heldur miklu frekar pínkulítinn baksýnisspegilinn. Honum finnst allt sem var vera best af einhverjum ástæðum. Og honum finnst þeir sem kjörnir eru á þing vera þeir sem öllu eiga að ráða.
Svona líta margir á Jón Bjarnason og fussa. Kommaframsóknarafturhald segja sumir og ég kinka kolli. Jón Bjarnason er glæstur fulltrúi þeirra sem vilja að stjórnmálamenn ráði öllu.
Eitt nýjasta dæmið eru afskipti hans af sölu banka á svínabúum. Jóni finnast þetta eðlileg afskipti enda hann með góða hagsmuni að leiðarljósi. Þarna er honum rétt lýst og að líkindum hafa fæstir nennu til þess að láta þetta pirra sig. Hverjum er ekki sama hvað Jón Bjarnason er að dunda sér?
Mér er ekki sama. Og mér stendur ekki á sama þegar ég horfi á tilhneiginguna hjá núverandi stjórnvöldum. Smátt og smátt er verið að laumast nær og nær einstaklingnum og áður en við vitum má ekkert gera án þess að stjórnmálamenn og eða embættismenn segi go.
Þrískipting valds. Hvað er það? Í hugum Jóns Bjarnasonar allra flokka er bara eitt vald. Og það er valdið sem stjórnmálamenn geta tekið sér. Þeir sem nú sitja að kjötkötlum hafa áunna óbeit á frelsi einstaklingsins og telja slíkt í raun hættulegt heildarhagsmunum.
Og því sé þessu frelsi best fyrirkomið í höndum þeirra sjálfra. Hrunið kom óorði á frelsið og gamlir ríkisafskiptastjórmálamenn komust til valda í kjölfarið. Og una sér ekki hvíldar við að færa völdin frá kjósendum sínum og inn í myrkvuð herbergi stjórnmálanna. 
Smátt og smátt erum við hætt að taka eftir því hvernig ráðherrar eru hættir að nenna að þykjast skilja þriskiptinguna og hlutverk sitt. Jón Bjarnason væri enn ráðherra ef hann hefði bara asnast til þess að vera almennilegur gagnvart ESB. 
Og myndi viðurkenna það með sitt einstaka bros að vissulega hafi hann í nafni góðs málsstaðar hringt eitt og eitt símtal til að hafa áhrif fyrir þennan eða hinn á kostnað grundvallaratriða eins þriskiptingu valds og eðlilegra stjórnarhátta.
Og okkur væri sama um þessa tilneigingu. 
Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Gott að þú sért kominn aftur að rífa kjaft Röggi. Ég var farinn að sakna þín, svei mér þá.Þorsteinn Úlfar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur