Kosningabaráttan er hafin. Ríkisstjórnin fékk draghalta Hreyfingu með sér við smíði kosningaloforða. Hreyfingin hefur engu að tapa þegar þar er ákveðið að hlaupa undir bagga með farlama ríkisstjórn. Þarna leiðir haltur blindan. Stefið er gamalkunnugt og loforð Jóhönnu um svo og svo mörg þúsund ný störf gamall söngur.
Mikið virðist það vera gefandi að þola Ólaf Ragnar alls ekki. Hann hefur áratugum saman haft þau áhrif á andstæðinga sína að fara yfirgengilega í þeirra fínustu taugar.Maðurinn er enda allt að því óþolandi á löngum köflum. Enginn frýr honum þó vits og góðu dagarrnir hans eru helvíti góðir. Ólafur lýtur engum lögmálum öðrum en þeim […]
Hreyfingin fékk sér kaffisopa í ráðherrabústað. Það þykir sumum merkilegt og sjá í þessum molasopa allskonar plott. Slíku neita þingmenn Hreyfingarinnar eindregið og upplýsa að þau hafi þegið sopann til þess að segja vanmáttugri ríkisstjórn að þau muni greiða atkvæði með þeim málum sem þeim lýst vel á. Þarf að boða til hátíðarfunda til að […]
Í persónu Ólafs Ragnars Grímssonar kristallast íslensk drullumallspólitík. Hann hefur á sínum 16 árum á Bessastöðum sveiflast til og frá á hinum pólitíska mælikvarða með stefnumarkandi ákvörðunum út og suður án nokkurs umboðs. Hann hefur þjónað hagsmunum stjórnmálamanna á báðar áttir á sinum tíma í embætti. Og það er skemmtilegur taktur í því þegar hin prínsippslausu […]
Félagi Ögmundur hefur það umfram svo marga aðra stjórnmálamenn að segja oftar en ekki það sem hann meinar eða hugsar. Þetta er auðvitað til merkilegrar eftirbreytni en athyglisvert að karlinn nýtur þessara eðliskosta sinna takmarkað til vinsælda eða virðingar.Það stafar ef mér skjöplast ekki af því að fólk metur þessa hreinskilni hans minna en þær […]
Hvar værum við stödd ef ekki væri fyrir ábyrga stjórnmálamenn sem gæta þess að við förum okkur ekki að voða? Ég er að tala um þá tegund slíkra sem telja fyrir einhvern stórmerkilegan misskilning að þeir sjálfir séu best til þess fallnir að hafa vit fyrir okkur í stóru og smáu. Forsjárhyggjustjórnmálamanninn… Þessi áhugaverða tegund […]