Fimmtudagur 17.05.2012 - 07:24 - 5 ummæli

Að þola ekki Ólaf Ragnar

Mikið virðist það vera gefandi að þola Ólaf Ragnar alls ekki. Hann hefur áratugum saman haft þau áhrif á andstæðinga sína að fara yfirgengilega í þeirra fínustu taugar.


Maðurinn er enda allt að því óþolandi á löngum köflum. Enginn frýr honum þó vits og góðu dagarrnir hans eru helvíti góðir. 


Ólafur lýtur engum lögmálum öðrum en þeim sem hentar honum. Þannig hefur það alltaf verið og stuðningsmenn hans hafa komið og farið eftir því hvernig hagsmunir hans henta fólki hverju sinni.


Þeir sem gagnrýna hann harðast núna eru flestir marklausir eftir skilyrðislausa fylgispekt við Ólaf Ragnar í gengum þykkt og þunnt alveg þangað til hann gleymdi „línunni“.


Hvar var allt þetta fólk þegar Ólafur Ragnar gerðist það sem nú er kallað klappstýra útrásarinnar? Hvar var liðið sem nú ryðst fram á ritvöllinn knúið heilagri vandlætingu þegar forsetinn þeirra breytti embættinu í pólitík fyrsta sinni? 


Þá var ýmist þagað þunnu hljóði eða fagnað allt eftir hentugleika og enn eru menn við það sama heygarðshorn….


Þetta fólk ætlar svo ekki að una Ólafi að heyja baráttu fyrir endurkjöri. það er hreinlega hlægilegt og krampakennd umræðan sem fylgir dapurleg. 


Ólafur Ragnar hefur valið að beina spjótum sínum að Þóru Arnórsdóttur enda hún líklegust til að velgja honum undir uggum. Af einhverjum ástæðum virðast fylgismenn hennar telja það hina mestu ósvinnu. 


Það er þannig að flestum ætti að þykkja mjög mikilvægt að allt sé uppi á borðum varðandi frambjóðendur til embættis forseta og ekki verður annað sagt en að andstæðingar Ólafs leggi sig mjög fram um að halda öllu því í umræðunni sem þeir telja honum til lasts. 


Ég held að sú aðferð stuðningsmanna Þóru að reyna að láta baráttuna snúast um ókosti Ólafs Ragnars frekar en kosti Þóru sé misráðin. Og sú taktík að neita því að Þóra hafi „óhentugar“ skoðanir í nútíð eða fortíð er beinlínis skaðlegt fyrir hana og eykur tortryggni. 


Nauðsynlegar vangaveltur um embættið komast ekki að fyrir leðjuslag þar sem menn keppast við að hæla þeim sem sniðugastur er að smíða fyrirsagnir um Ólaf Ragnar.


Frambjóðendur til embættis forseta eiga og verða að hafa upplýstar skoðanir en mér sýnist taktik Þóru vera að hafa þær helst ekki og reyna að segja töfraorðið sameiningartákn eins oft og mögulegt er án þess að gera nokkra tilraun að útskýra hvað þar er átt við eða hvernig þessi tákn munu birtast okkur kjósendum.


En vonandi hressist Eyjólfur og kosningabaráttan fer að snúast um eitthvað annað en pólitísk særindi og langækni andstæðinga Ólafs Ragnars. 


Ég reyndar legg ekki mikið undir þar….


Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Versti forseti frá upphafi, fer í flokk með skíthælum eins og Nixon. Drullusama um allt nema sjálfan sig og þá athylgi sem honum er sýnd.

  • Anonymous

    „Sundrungartákn Íslands Forsetinn reynir að magna úlfúð á landsbyggðinni gegn Reykjavík. Fór ófögrum orðum um hverfi 101 í Reykjavík á fyrsta fundinum í Grindavík. Telur slíka umræðu fara vel í landsbyggðina. Gerir ráð fyrir lítilli greind fundarmanna. Í samræmi við aðra framgöngu hans í kosningabaráttunni. Gott er þó, að hann notar ekki strámenn til að þeyta leðju um samfélagið, heldur stendur sjálfur við viftuna. Enginn hefur gert meira til að sundra þjóðfélaginu en Ólafur Ragnar Grímsson. Menn annað hvort elska hann eða hata. Þessi gamli maður er ýkt útgáfa af gamaldags pólitík frá 2007, sem setti þjóðina á hausinn 2008.“

  • Anonymous

    Hans eigin frásögn af sínum vangaveltum um að gera valdarán sýnir allt sem vita þarf um þennan …. litla mann.Og að hjóla hart í Þóru af fyrra bragði sýnir margt um hann líka.Ég heyrði sagt um hann fyrir 25 árum, sem ungur maður, að Ólafur Ragnar gæti ekki séð neitt aumt án þess að sparka í það. Þessi ….. maður hefur sannað það margoft síðan þá að þau orð eru sönn.Grétar Thor Ólafsson.

  • Anonymous

    Nafnlaus pr. 17. maí 2012 13:37Af hverju er Ólafur svona mikill skíthæll?Var það af því að hann greip fram í fyrir vinum þínum í ríkisstjórninni vegna Icesave-nauðungasamninganna?Og var Nixon einhver skíthæll?Eða var hann skíthæll af því að hann var Repúblíkani?Að vísu klúðraði Nixon Watergatedæminu, en gerði það hann að einhverjum skíthæl?Veit ekki betur en að Nixon hafi bundið endi á Víetnam-stríði og sami frið við Víet-Cong og Norður-Víetnama.Nixon hóf ekki Víet-Nam stríðið, það gerði Demokratinn John F. Kennedy.Flokkbróðir Kennedy, Lyndon B. Johnson gerði svo Víet-Nam stríðið að stórstyrjöld og sendi þangað 500þús Bandaríska hermenn. Þar að auki opnaði Nixon á aukin og friðsamlega samskipti við Kínverja sem varð upphafið að því að Kína opnaðist fyrir umheiminum og varð það efnahagslega stórveldi sem Kína er í dag.

  • Anonymous

    Landinn fær það erfiða val í kosningunum að kjósa á milli kratans og kommans. Nú eru ekki mjög mikið til af fólki úr þeirri hjörðinni, rétt um 30% þjóðarinnar er fylgjandi þessum tveimur skrýtnu stefnum. Þess vegna verða frambjóðendurnir að treysta á atkvæði Sjálfstæðismann og kvenna, sem um þessar mundir telja rúm 40% kjósenda. Það hentar Þóru afskaplega illa að tala um pólitísk stefnumál sín, sem eru líklega þau hin sömu og flokkurinn hennar er að berjast fyrir s.s. ESB aðild, skrýtnar breytingar á kvótamálum, stjórnarskrárbreytingar undir forystu þorvaldar Gylfasonar. Ólafur Ragnar er stjórnmálafræðingur og veit hvað hann syngur. Til að ná í þessi atkvæði Sjálfstæðismanna fer hann á sjávarútvegssýningar erlendis, talar um árin sín í frystihúsinu á Ísafirði. Hann fór meira segja til Grindavíkur um daginn. Þetta fleytir honum langt. Stuðningsmenn Þóru vita að það myndi ekki skila þeim mikið af atkvæðum sjálfstæðismanna að telja upp hennar aldur og fyrri störf s.s. kennara í leiðtogaskola samfó, formann ungra krata í kópavogi o.s.fr. Þess vegna er það bara best hjá Þóru og co. að þegja smá og tala smávegis illa um Ólaf Ragnra, og ALLS EKKI um hennar eigin hugðarefni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur