Miðvikudagur 18.07.2012 - 20:58 - Rita ummæli

Ráðning ráðuneytisstjóra

Nú þarf að finna ráðuneytisstjóra í atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. Þetta fína embætti verður til við sameiningu þriggja ráðuneyta. Eflaust margir um hituna….


En nei. Ríkisstjórn gagnsæis og upplýsingaflæðis ætlar ekki að hleypa hverjum sem er að þessu. Steingrímur J. segist ætla að ná því sem hann kallar samkomulag um þessa ráðningu. Afburðasnjöll aðferð og miklu betri en hin sem gerir ráð fyrir því að allir eigi möguleika í opnu ferli. Lokaða pólitíska ferlið hans Steingríms er miklu betra….

Lög um ráðningar opinberra starfsmanna taka af öll tvímæli í þessu efni. Svona stöður skal auglýsa í lögbirtingarblaðinu. Reyndar er það svo að í þeirri sömu málsgrein og tekur af þessi tvímæli er tekið fram að þetta sé þó ekki nauðsynlegt.

Ég viðurkenni hér án undanbragða að ég þekki ekki lög þessi út í hörgul og veit því ekki hver hugsunin er með þessari snilld. Skil ekki bofs.

Og ég veit vel að sú ríkisstjórn sem nú situr fann ekki upp pólitískar ráðningar fram hjá auglýsingum en mig minnir endilega að hún hafi skreytt sig með faguryrðum um að slíkt heyrði sögunni til þegar vinstra vorið gengi yfir okkur.

En margt fer öðruvísi en ætlað er og hjá þessari stjórn er það fremur undantekning ef störf eru auglýst. 

Byltingin étur enn börnin sín sem sitja flest hjá þögul og reyna að benda á eitthvað annað…..

Röggi


Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur