Sunnudagur 22.07.2012 - 10:10 - 1 ummæli

Hvenær eru íþróttamenn meiddir?

Nú er komin upp staða varðandi Aron Pálmarsson landsliðsmann í handbolta. Hann er meiddur og stutt í ólympíuleika. Vísir gerir frétt um málið og finnur á því vinkla.


Þetta er afleitt mál fyrir alla og mest þó fyrir Aron. Mér sýnist úr þeirri fjarlægð sem ég er í að HSÍ sé að setja mjög mikla pressu á piltinn vopnaðir læknum sem geta búið svo um hnútana að hann finni ekki fyrir neinu fyrr en í fyrsta lagi eftir mótið.


Á svona löguðu eru margar hliðar. Við eigum frábæra íþróttalækna sem hafa margsannað sig sem heimsklassa. Hver man ekki eftir því þegar Guðjón Valur spilaði landsleik örfáum dögum eftir aðgerð á hné hér um árið?


Þá þótti hann vera ótrúlegur nagli og læknarnir okkar æði. Afleiðingin af þessari hetjudáð og öðrum í kjölfarið varð þó sú á endanum að Guðjón Valur missti úr heilt tímabil á meðan hnéð varð að fá að jafna sig. 


Ég tel að eins og málið er að vaxa sé það að veikja undirbúning liðsins fyrir mótið. Leikmaðurinn er meiddur og getur ekki tekið eðlilegan þátt í undirbúningi liðsins. 


Það er nú þannig að ólympíuleikar eru stærsti viðburður sem íþróttamenn taka þátt í og menn geta rétt ímyndað sér hvað þarf mikið af verkjum í hné atvinnumanns í íþróttum til þess að hann kvarti á þessum tímapunkti. 


Ég legg til að ekki sé reynt að tortryggja það að vinnuveitendur leikmannsins vilji fá að skoða þessi meiðsl líka og hafa skoðun á framvindunni. 


Og svo finnst mér að meiddir leikmenn eigi lítið erindi á stórmót hvort sem litið er til hagsmuna þeirra sjálfra eða liðsins.


Röggi







Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Fótboltamenn eru gladiatorar nútímans. Brúkaðir í botn og síðan sendir til síns heima.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur