Miðvikudagur 25.07.2012 - 21:51 - 3 ummæli

Úrskurðurinn

Þá hefur hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að vísa frá ógildingarkröfu vegna forsetakosninganna. Að vonum sýnist hverjum sitt en ég sé ekki betur en að sumir haldi að þarna hafi rétturinn verið að taka afstöðu öðru sinni til kæru vegna kosninga til stjórnlagaráðs.


Margir skilja helst ekki hvernig skipting valds virkar, eða á að virka. Og of margir geta ílla horft á nokkurn skapaðann hlut nema með pólitískum gleraugum og þurfa því ekki að lesa rökstuðning áður en afstaða er tekin.


Sjá þá að sjálfsögðu skandal og pólitískan óþef í niðurstöðu réttarins. Benda í blindninni á niðurstöðu kærunnar vegna stjórnlagaráðs máli sínu til stuðnings. Mér finnst mikilvægt að halda því til haga að það hér er um annað mál að ræða.


Svona eins og gengur hjá dómstólum enda ekki hægt að gefa sér að þó einn sé sakfelldur fyrir morð hljóti næsti maður alltaf að vera sekur einnig. Ég ber þó fulla virðingu fyrir því að menn vilji bera saman en sá samanburður verður að snúast um lögfræði en ekki réttlæti sem menn sjá eftir á að lögin gerðu ekki ráð fyrir.


Hæstiréttur var einróma í spillingunni sem hinir skilningslausu tala um. Almennt gruna ég einn og einn um að halda að dómarar við hæstarétt setji lög um leið og þeir dæma eftir þeim. 


Þannig er þetta ekki og þó er líklegt að einhver fulltrúi á löggjafarþinginu freistist til þess að ná sér í prik með því að gagnrýna niðurstöðuna sem er fengin með tilvísan í lög. 


Dómskerfið er ekki til þess að túlka tilfinningar eða stemningu hverju sinni. Ekki heldur til þess að þjónusta hópa eða að taka „vinsælar“ ákvarðanir og sem betur fer sitjum við ekki uppi með system þar sem vinsældakeppni stjórnmálamanna dagsins ræður umgengni dómara við landslög.


Það hljóta allir að geta fundið sig ósammála slíku hafi menn á annað borð burði til að hugsa í öðrum prinsippum en pólitískum.

Dómstólar dæma eftir þeim lögum sem fulltrúar þínir á þingi setja þeim. Punktur. 


Það háttarlag réttarins hefur ekkert með pólitík að gera en getur líklega stundum virkað ósanngjarnt en þá er að fara með þær kvartanir þangað sem þær eiga heima. 


Hvernig getur þetta verið öðruvísi spyr ég? 


Vill einhver breyta lögum eftir á eftir stemningunni hverju sinni???


Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Það vekur athygli mína að þú færir engin rök efnisleg fyrir því af hverju þeir sem þú ert að gagnrýna hérna hafa rangt fyrir sér – einu mótrök þín eru að dómarar hafi allir verið sammála, sem telst alls ekki til efnislegra raka. Þeir sem þú gagnrýnir hafa hins vegar efnisleg rök fyrir máli sínu* sem þú kýst greinilega að hundsa með öllu. Hver er þá óábyrgi og ómálefnalegi aðilinn í málinu?*Í úrskurði B er vísað í lagagrein sem kveður á um að kosningar skuli ekki ógilda nema ástæða sé til að ætla að ágallar í fyrirkomulagi þeirra hafi haft áhrif á úrslit þeirra, en sú grein er ekki svo mikið sem nefnd á nafn í úrskurði A, þar sem kosningar eru ógildar vegna ágalla sem á engan hátt höfðu áhrif á úrslit þeirra, heldur lutu að því hvort kosningarnar teldust í raun og sanni leynilegar.

  • Anonymous

    Til nánari fróðleiks: http://www.visir.is/haestirettur-ad-bua-til-nyja-meginreglu-/article/2012120729493Bendi á að hér eru rökin alfarið efnisleg og ekkert verið að fabúlera um mögulegar annarlegar ástæður að baki þessa meinta ósamræmis, pólitískar eða aðrar. Skrif þín eru því lítið annað en aumur strámaður, Röggi.

  • Anonymous

    Nafnlaus: Færir Röggi engin efnisleg rök? Hefur þú heyrt stóryrðakjaftæðið sem flæðir út úr „virtu fólki“ í opinberri umræðu á vefmiðlum um þetta mál?Greinin sem þú vísar í er góð, en hún er nánast eina þokkalega rökstudda gagnrýnin á dóminn sem hefur komið fram.Allir aðrir hafa verið að ráðast á strámannadómstól.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur