Föstudagur 27.07.2012 - 21:15 - Rita ummæli

Það er nú bara þannig með mig að ég er andvígur boðum og bönnum þó ég verði svo uppvís að því eins og flestir að vilja samt sum bönn. Einstaklingar eiga að hafa sem mest frelsi til að velja sér sitt líf.


Svo setjum við ramma utan um þetta frelsi og ætlumst til þess að allir haldi sig þar innan við. Sumt af því sem við „leyfum“ er svo verulega óhollt sumum en þó ekki svo að við bönnum öllum.


Einhverntíman var tekin ákvörðun um að leyfa fólki að reykja og drekka áfenga drykki. Og það jafnvel þó alltof margir ráði ekki við drykkjuna og reykinn. 


Samt er þetta leyft og við höfum þrasað um það lengi hvernig á að umgangast þetta. Reykinn höfum við afgreitt í bili með því að skrifa á pakkana kjarnyrtar heimsendaspár til handa neytendunum og svo felum við eitrið frá augum á sölustöðum í viðleitni til þess að friða eitthvað sem gæti kallast samviska.


Fyrir alltof stuttu síðan leyfðum við svo hvort öðru að drekka bjór við hávær mótmæli þeirra sem starfa að forvörnum og meðferðum sjúkra. Þá áttum við öll að vera sauðölvuð seint og snemma á heimilum og til og frá vinnu og allsstaðar þar á milli.


Nú árið 2012 gerist það að Hrafnista hugðist selja áfengi í kaffihúsi staðarins.   Og? Hver er fréttin? Ekki eru dvalarheimili fyrir aldraða þurrir staðir svo ég viti. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur