Fimmtudagur 16.08.2012 - 21:59 - Rita ummæli

Umföllun um vask á ferðaþjónustu

Þá hefur ríkisstjórnin fundið sér nýja grein atvinnnulífs til að berja á, nefnilega ferðaiðnaðinn en þar eru augljós merki um bætta afkomu og vöxt. Sem ef vel er á málum haldið mun skila ríkinu umtalsverðum tekjum með ýmsum beinum og óbeinum hætti.

En þar finnur vinstri stjórnin matarholu. Greinin skuldar vask segir fjármálaráðherra og hlýtur að bregðast eins við gagnvart öðrum greinum sem borga lægra þrepið í vaski eins og kvikmyndagerð þar sem smjör drýpur af hverju strái.

Rúv og sumir aðrir vinsamlegir fjölmiðlar stökkva til og gera það að frétt að greinin hafi ekki borgað vask í nokkur ár. Og tónninn í fréttum rúv í kvöld var sigri hrósandi. 

Ég er svo galinn að ég hélt að vaskurinn væri greiddur af kúnnanum og legðist ofan á verðið. Stórfréttin snýst víst um endurgreiðslur…..

Hækkun á vaski í ferðaþjónustu mun leiða til hærra verðs og alls ekki er víst að það muni laða að fleiri ferðamenn sem er nú undirstaðan að þessu öllu saman. 

Hann er sérkennilega landlægur misskilningurinn um að atvinnulífið greiði vask. Það er að sjálfsögðu kúnninn sem gerir það en atvinnulífið innheimtir og skilar. 

Innheimtur vaskur er ekki tekjur atvinnulífsins heldur skattur ríkissins sem er lagður á viðskiptin. Hvort viðkomandi atvinnurekandi á svo rétt að því að fá vask endurgreiddan er eitthvað allt annað.

Umfjöllunin er öll á þá leið að þessar endurgreiðslur séu í raun undanskot ef ekki hreinlega svindl. Það er fáránlegur útgangspunktur.

Frétt rúv í kvöld er því ef ég er ekki alveg úti að aka hræódýr og líklega í neðra skattþrepinu.

RöggiFlokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur