Steingrímur J er magnaður stjórnmálamaður. Lengi héldu margir að hann væri af sérstakri gerð slíkra. Stefnufastur prinsippkall sem gat verið gaman að hlusta á þegar vel lá á honum.
Þrátt fyrir þá virðingu sem menn báru fyrir honum og hans skýru pólitísku sýn var það nú samt þannig að fáir vildu velja flokkinn hans í konsingum. Fyrr en allt sigldi í strand og heimurinn hrundi yfir heimsbyggðina.
Þá kom röðin að Steingrími sem myndaði hreinræktaða vinstri stjórn og allt varð sögulegt eins veður gjarnan þegar vinstri menn eru kátir. Laminn var saman sáttmáli sem VG samþykktu í snarhasti undir ylnum af ráðherrastólunum.
Í sem stystu máli hafa mál þróast þannig að VG hafnar að jafnaði öllu sem í þessu grundvallarplaggi samstarfsins en formaðurinn heldur bara sinn sjó og færist án afláts burt frá flokknum sínum.
Steingrímur hefur eiginlega gefið öll helstu baráttumál sín upp á bátinn eftir að hann komast á ráðherralaun og klofið flokkinn í herðar níður þó hann neiti að láta þennan klofning trufla ráðherraleikinn…enn sem komið er.
Steingrímu veitist það auðvelt að fljúga til útlanda og mæla þar með aðferðum í efnahagsmálum sem hann sjálfur var eindregið á móti. Þetta er dæmigert fyrir hann.
Steingrímur er í dag mesti tækifærissinni sem stundar stjórnmál. Nú er það snilld að hafa sett neyðarlög en stutt er síðan hann og Jóhanna ákváðu að lögsækja manninn sem mestan heiðurinn á af þeim lögum.
Hversu djúpt geta menn sokkið? Hversu lengi hafa menn styrk til þess að kannast ekki við sjálfa sig?
Eina prinsippið sem Steingrímur á eftir er það að vera ráðherra. Skoðanafesta og drenglyndi sem ýmsir töldu á meðal hans mannkosta virðast honun gleymd.
Rita ummæli