Fimmtudagur 06.09.2012 - 21:08 - Rita ummæli

Launafarsi ríkisstjórnarinnar

Nú er það svart. Velferðarráðherra hækkaði laun forstjóra landspítala all duglega án þess að spyrja kóng eða prest. Ekki er að spyrja að viðbrögðum þeirra sem vilja helst að allir hafi jafn léleg laun.

Launastefna norrænu velferðarstjórnarinnar hefur tekið á sig ýmsar furðumyndir. Höfundur peningamálastefnunnar Már Guðmundsson stendur í málaferlum við ríkið í makalausri viðleitni til þess að fá þau laun sem forsætisráðherra lofaði þegar hann var munstraður í seðlabankadjobbið.

Þetta er allt einn stór farsi vegna þess að ríkisstjórnin festist klaufalega í misheppnaðasta populisma seinni tíma þegar lagt var blátt bann við hærri launum en þeim smánarlegu sem Jóhanna fær.

Ég skora á jafnláglaunastefnu fólk að stofna til undirskrifta svo afturkalla megi þessa ákvörðun velferðarráðherra og losna við forstjóra landspítalans úr landi og ráða til starfa einhvern sem uppfyllir fyrst af öllu þær kröfur að fara ekki fram á markaðslaun.

Annað er aukaatriði….

Röggi



Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur