Miðvikudagur 12.09.2012 - 11:38 - Rita ummæli

Mótmælendur þrasa um heiður

Öðruvísi mér áður brá. 

þrasa mótmælendur, sem virðist vera lögverndað starfsheiti, yfir því hver á höfundarréttinn af því að hafa stöðvað ofbeldið sem byrjaði með beinu andófi gegn ríkisstjórn en endaði sem götuslagsmál við alsaklausa lögreglumenn.

Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem gengu þarna fram fyrir skjöldu og get sagt að mig langar að skilja þennan pilt þegar hann segist vilja fá kredit fyrir. 

Margt má örugglega læra af þessum mögnuðu dögum þarna og ég vona að þeir sem ætla sér að hasla sér völl í mótmælabransanum reyni að draga þann lærdóm af að ofbeldi er og verður aldrei málið.

Ofbeldi gagnvart lögreglunni sem aldrei gerði annað en henni bar gat aldrei annað en stigmagnast. Það mun varla bæta neinn málsstað eða gera honum gott að gera hlut þeirra sem vilja brjóta og brenna í andófi stóran.

Þetta er eitt af því sem þeir sem ekki vissu lærðu þó ég sé ekki sannfærður um að allir vilji meðtaka það opinskátt.

Mér fyndist mannsbragur að því að þessi piltur og fleiri hefðu áhuga á því að kryfja það af hreinskilni af hverju „baráttan“ varð svo fljótt yfirtekin af þeim sem vildu lemja á lögreglunni og öðrum þeim sem höfðu ekkert til saka unnið annað en að sinna þeim störfum sem þjóðfélagið ætlast til af þeim.

Það er nefnilega ekki síður áhugavert hver kastar fyrsta steininum og af hverju heldur en það hver stöðvaði steinakastið.

Röggi




Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur