Mánudagur 12.11.2012 - 15:14 - Rita ummæli

Hálfnaður sigur Árna Páls

Sigur Árna Páls, sem hefur bætt sig og sinn pólitíska lestur verulega,  í prófkjörinu í kraganum eru tímamót. Hann skellir þeim arminum sem hefur ráðið för í flokknum á bakið. 

Og gerir það með yfirvegun og stæl. Hann veit að nú er ekki rétti tíminn til að höggva mann og annan, en sá tími gæti þó komið.

Honum hefði verið í lófa lagið að gera allt vitlaust þegar honum var sparkað af ráðherrastóli. Margir hefðu gert það en hann horfði lengra. Hann horfði á prófkjörið. Og hann horfði lengra en það…

Munurinn á Árna Pál og Katrínu finnst mér að hluta til vera sá að Árni Páll hefur svo augljóslega gríðarlega löngun til að vera formaður flokksins. Katrín aftur á mót virkar á mig eins og valinn fulltrúi klíkunnar sinnar frekar en kappsfullt leiðtogaefni sem ekki getur beðið eftir því að taka við.

Besti valkosturinn til þess að sigra Árna Pál. Það er alls ekki sexý og Samfylkingin ætti að vera búin að læra að þannig dugar ekki. Steinunn Valdís og Jóhanna er ágæt dæmi um þannig valkosti.

Nú tekur við slagur fram að formannskosningum. Árni Páll mun haga sér eins og sá sem valdið hefur og fyrir þá sem ekki eru innvígðir eru úrslit prófkjörsins þannig að hann er leiðtoginn.

Hann stendur fremstur í flokki hvort sem þessari klíkunni eða hinni líkar betur eða verr. Nú er það annarra að taka af honum formennskuna. Og það mun ekki gerast án átaka.

Hverjum dettur í hug að Árni Páll ætli að láta fólkið sem vængstýfði hann einu sinni gera það aftur nú þegar hann er með bestu spilin?

Röggi






Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur