Mánudagur 19.11.2012 - 13:24 - Rita ummæli

Hefur RÚV enga skoðun á málinu?

Ég hef eins og aðrir skilning á því að fréttamenn verndi heimildarmenn. Það er svo sjálfsagt enda í raun grunnur að vinnu þeirra. 

Hin hliðin á þessu er svo hvernig unnið er með þessar „heimildir“. Nýgenginn dómur í svona máli bendir til þess að menn geti ekki skýlt sér á bak við heimildarmanninn og hafi í því skjóli leyfi til þess að skrifa hvað sem er.

Og séu þar með undanþegnir skyldunni um að geta sannað það sem þeir segja. Þessi vegur er auðvitað vandrataður og ég held við skiljum flest rétt einstaklinga til þess að sækja það til þeirra sem um þá fjalla að þeir geti fært sönnur á mál sitt.

Enda er eins og alltaf betra að sekir gangi lausir en að einn saklaus sé hengdur. Svarar Halldórsson fréttamaður er síbrotamaður þegar kemur að þessu.

Ég hef ekki kynnt mér hans mál í þaula en stend gapandi yfir viðbrögðum hans að fenginni niðurstöðu dómara. Svavar telur að mér virðist sem honum komi lögin ekki við. Hann og hans heimildarmenn vita sannleikann og það nægir honum.

Hlutlausir dómarar vopnaðir löggjöf lýðveldisins eru að mati Svavars á bandi þeirra sem ákærðu hann, vegna þess að hann var ekki sýknaður. Þetta er ekki rökstutt hjá fréttamanninum.

Þessi nálgun fréttamannsins er svo fráleit að engu tali tekur. Að mínu mati skilur hann í engu um hvað dómsmálin á hendur honum snúast. 

Og leyfir sér svo eins margir áður og fyrr að segja að sá sem hann fjallaði um hafi ekki tekist að afsanna fréttina. Og bætir við að sér hafi verið stillt upp við vegg þegar honum var gert að færa sönnur á mál sitt.

Hér er öllu snúið á haus. Ég skil að enginn er góður dómari í eigin sök en kemst ekki hjá því að hugsa um hugarfar fréttamannsins. Hugarfar sem mér finnst benda til fullkomins skilningsleysis á grundvallaratriðum þess réttarríkis sem við á vesturlöndum höfum komið okkur upp.

Ætlar vinnuveitandi hans ekki að hafa neina skoðun á málinu?

Röggi


Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur