Miðvikudagur 19.12.2012 - 13:32 - 2 ummæli

Drullumall rétttrúnaðarins

Sjaldan hefur hið nýja rétttrúnðarland, Ísland, opinberast eins rækilega og í kringum stjórnarskrármálið. Stjórnalagaráð átti að vera merkisberi nýrra tíma. Glæst merki þess að byltingin hafi skilað okkur fram veginn.

En þannig hefur það varla orðið. Vandræðagangur málsins, allt frá ömurlegri þátttöku þjóðarinnar þegar valið var í ráðið, til þess að stjórnmálamenn aftengdu réttarríkið og skipuðu ólöglega kosið ráð, er ekki til að styrkja ferlið.

En gott og vel. Þeir gerðu það og gátu rétt eins og aðrir stjórnmálamenn sem misnota vald sitt og við lesum stundum um í erlendum blöðum og hneykslumst stórum.

Og ráðið tók til við að smíða ráðgefandi tillögur að breytingum. Ráðgefandi tillögur sjáðu til kæri lesandi, til handa löggjafanum.

Þegar þær koma fram og um þær er kosið líta sumir hinna sérvöldu fulltrúa ráðsins svo á að ekki megi hrófla við þessum tillögum í meðförum löggjafarvaldsins. Og til vara að athugasemdirnar komi of seint. Of seint fyrir hvern spyr ég?

Nú er það þannig að nokkrir þeirra sem sátu í þessu ríkisskipaða ráði gera hverjum þeim sem hefur eitthvað við tillögurnar að athuga upp annarlegar hvatir. 

Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir fara mikinn í þessu. Þau vita sannleikann og hafa á honum einkarétt. Þeir sem ekki gangast undir þeirra sannleika eru að ganga erinda vondra manna. 

Rökræður hafa á þeim fjórum árum sem ríkisstjórn byltingarinnar hefur setið átt undir högg að sækja. Það sem hefur fengið aukið stóraukið vægi er pólitísk stöðutaka. Og svo er unnið þaðan og þeir sem eru ekki samferða þurfa að verja þá hegðun fyrir erindrekum sannleikans.

Í þessum falla alls konar múrar. Menn sem hingað til hafa þótt afburða fagmenn fræðilegir þykja nú skyndilega handónýtir kerfiskallar með dulin markmið og skemmandi.

Slíkum sleggjudómum er að jafnaði ekki fylgt eftir með neinum hætti né reynt að sýna fram á hverjir hagsmunir þeirra sem ekki eru sannfærðir geti verið, aðrir en faglegir.

Stjórnmálamenn sem alla jafna geta ekki samþykkt að færa til steinvölu fyrr en fagmenn hafa gert rannsóknir og kannanir mega nú ekki til þess hugsa að smámunir eins og úttektir hlutlausra fræðimanna og stofnana „tefji“ málið.

Eins og í sumum öðrum góðum málum eru þeir sem rífa mestan kjaft og tala stærst hægt en örugglega að fara með málið. Kannski finnst einhverjum áköfum fylgismönnum tillagnanna gaman að hlusta á þau Þorvald og Þórhildi lesa þeim pistilinn sem ekki standa gapandi án gagnrýninnar hugsunar.

En það er Þórðargleði. Þessi aðferð til að ræða saman er eyðileggjandi þó hún geti glatt viðhlægjendur í matarboðum á meðan en er eitthvað á borðum.

Langtímaáhrifin af þessu eru þau að málið lamast. Það festist í drullusvaði þeirra sem ekki hafa þrek og styrkt til þess að takast á um það. Á endanum snýst umræðan minna og minna um það sem skiptir máli en mest um leðjuna.

Svona nálgun er alger uppgjöf. Og langtímaáhrifin eru þau að þjóðin missir áhuga. Enn eitt málið sem festist í öfgum pólitískum og kafnar í eigin leiðindum þar sem eigendur hinna réttu skoðana taka til við að níða niður skóinn af þeim sem ekki kunna að skilja.

Hættum að hylla þessu lukkuriddara rétttrúnaðarins. Hömpum þess í stað þeim sem þora að vera málefnalegir og fögnum þeim sem vilja rökræðuna. 

Hættum að leyfa fólki eins og Þorvaldi og Þorhildi að draga málið niður í svað sem við erum orðin svo þreytt á. 

Röggi







Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Þetta er reyndar mjög skiljanlegt. Grunnhugmyndafræði vinstri manna byggir á því að koma skal vinstri stefnu á með ofbeldi. Vinstri menn eru þess vegna, af því að þeir telja sig handhafa sannleikans, mjög fljótir að grípa til ofbeldis til að koma sínu fram. Það er í eðli hugmyndafræði þeirra.Nýlegt dæmi um þessa ofbeldisáráttu er þegar einn stjórnmálamaður líkti málamiðlunum milli stjórnar og stjórnarandstöðu við pólitíska spillingu. Viðkomandi er reyndar einn af helstu ofbeldisseggjum Alþingis…Dude

  • Anonymous

    Þeir sem koma á lögum með ofbeldi, stjórna með ofbeldi.Þannig var þetta í kommúnistaríkjunum, og þannig verður þetta í þeirri sósíalistaparadís sem á að skapa hér á landi með tessu skrípi sem kallast drög að nýrri stjórnarskrá.Það að ekki megi gagnrýna stjórnarskrárdrögin sem minnihluti landsmanna samþykkti er ekkert annað en ofbeldi hins spillta pólitíska valds sem hér ræður ríkjum.Að rökræða og gagnrína stjórnarskrárdrögin við þá sem eru hlyntir þeim, hljómar í þeirra eyrum eins og einhver segði að barnið þeirra væri ljótt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur