Fimmtudagur 03.01.2013 - 10:38 - 3 ummæli

Örn Bárður

Hinn virti Guðsmaður Örn Bárður skrifar merkilegt Guðspjall á eyjunni. Þar fer embætttismaðurinn á kostum bæði hvað varðar innihald, afstöðu og orðbragð. Hann bætist þarna í hóp þeirra sem telur sig þess umkominn að taka af lífi þá sem ekki kunna að hafa skoðanir sem hann telur réttar. Sálusorgarinn hugprúði notar svo þetta mál til að fá útrás fyrir krampakennt ofnæmi sitt fyrir hægri mönnum hvar sem þeir kunna að fyrirfinnast.

Þetta atriði sérans er gagnlegt mjög. Hafi forsetinn þurft óyggjandi dæmi um það hvernig umræðan um stjórnarskrármálið er komin í öngstræti gæti hann alls ekki fundið sterkara dæmi. Sérann er risaeðla. Fulltrúi gamals tíma þar sem allt snýst um níða niður þá sem ekki kunnu að ganga í réttum takti. Og í tilfelli prestsins er allt undir.

Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður tekur þetta miklu betur saman en ég.

Upphrópanir þar sem farið er í fólk fremur en málstaðinn verður að vera liðin tíð.

Hættum að hossa fólki eins sem dregur umræðuna niður á þetta plan.

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (3)

  • Klerkur sem dregur pólitík í altarið er hættulegur. Illuga Jökulssyni og öðrum sí-hneyksluðum af vinstri vængnum fannst þó ekkert athugavert við það. Þeir hefðu eflaust ekkert fundið athugavert við það ef prestur hefði dregið fiskveiðistjórnun eða andstöðu við ESB aðild í púltið, heldur. Það hefði allt orðið vitlaust. Hræsnin í málflutningi stjórnlagaráðsliðsins virðist engin takmörk hafa. Taktíkin þeirra er að þagga niður alla gagnrýni á verk þeirra með því að ráðast að persónu (og fræðimannaheiður) þeirra sem voga sér að hafa aðra skoðun á stjórnskipan landsins. Þeir virðast hafa bitið það í sig að þessar tillögur séu liður í einhverskonar baráttu á milli ills og góðs í íslensku samfélagi, og þessvegna hljóti allir sem ekki eru sammála að vera í hagsmunabaráttu fyrir hið illa sem ekki beri að virða. Dæmalaus veruleikafirring.

  • Stjórnlagaráðsmennirnir Örn Bárður, Gísli Tryggvason og Þorvaldur Gylfason brugðust í skrifum harkalega við nýársávarpi forsetans þar sem hann fjallaði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Fyrirgangurinn og taugatitringurinn í viðbrögðum þeirra er þeim mun undarlegri að stjórnlagaráð hefur fyrir löngu skilað af sér því verki sem því var ætlað til Alþingis sem lögum samkvæmt á að taka tillögurnar til efnislegrar umfjöllunar; sníða af helstu vankantana í samráði við sérfróða í stjórnskipunarrétti og umfram allt að vinna að því að ná víðtækri samstöðu um málið í þinginu.
    Formaður stjórnlagaráðs skildi hlutverk ráðsins á þann veg en ekki þeir heiðurmenn sem hér hafa verið nefndir. Þeir líta á verk stjórnlagaráðs sem endanlegt. Engu megi breyta, verkið sé fullkomið og hafið yfir alla gagnrýni. Efnislegar umræður um tillögurnar á Alþingi óþarfar, allt að því skaðlegar og gefið með því í skyn að Alþingi ráði ekki við verkefnið. Og þessir þrír heiðursmenn eiga sér stuðning í þinginu. Jóhanna og Steingrímur eru þeim sammála, vilja enga efnislega umræðu í þinginu og Steingrímur lætur svo lítið að vitna í þjóðarviljann.
    Vér höfum talað sagði einn stjórnlagaráðsmaðurinn í sjónvarpsviðtali; verk okkar er fullkomið og aðfinnslur forsetans í nýársávarpinu ekki þess verðar að vera ræddar; annar stjórnlagaráðsmaðurinn gerir vanhæfi forsetans að umtalsefni og sá þriðji hæðist að málsmetandi mönnum sem gagnrýnt hafa ýmis ákvæði í tillögugerð stjórnlagaráðs og líkir þeim við jólasveina. Oflátungshátturinn í viðbrögðum þessara manna við nýársávarpi forsetans er með eindæmum og að sækir sú hugsun að mikilmennskuórar hrjái þessa menn.
    Fréttamenn eiga og það fyrr en síðar að reka af sér slyðruorðið og taka stjórnarskrárdrögin til efnislegrar meðferðar í fjölmiðlum en láta af yfirborðslegri umfjöllun sem engum tilgangi þjónar. Þeir geta til dæmis byrjað á því að krefja forystumenn ríkisstjórnarinnar um álit þeirra á einstaka efnisþáttum í stjórnarskrárdrögunum. Forsetinn hefur fyrir sitt leyti sagt sitt álit. Hann þakkaði stjórnlagaráði vel unnin störf en benti á ýmsa efnisþætti sem ræða þyrfti betur og af yfirvegun; jafnframt því sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að víðtæk sátt næðist um grundvallarlög þjóðarinnar. Og það hlýtur að vera þjóðarviljinn að vandað sé til verka í svo mikilvægu máli.

  • Æ, það þarf nú svosem ekkert próf í sálfræði til að sjá hvað er að gerast.

    Það hlýtur að vera skelfilega erfitt fyrir menn með kröftugt sjálfsálit að þurfa að þola – og það eftir að hafa komið fram fyrir þjóðina rjóðir af stolti til að lýsa ágæti eigin afreka! – að hver sérfræðingurinn á fætur öðrum komi nú og lýsi verk þeirra hroðvirknislegt og illa unnið. Það er eitt að vera skammaður í einrúmi en allt annað að vera auðmýktur svona frammi fyrir alþjóð, og því er alveg skiljanlegt að menn á borð við Þorvald, Örn, Gísla og Vilhjálm berjist nú um á hæl og hnakka og neiti að horfast í augu við sannleikann. Sjálfsagt hafa þeir ósjaldan gengið til náða undanfarið ár með frægðarglampa í augum og yljað sér við drauma um stallinn sem framtíðarkynslóðir myndu reisa þá upp á – mennina sem sömdu stjórnarskrána! – og það hlýtur að vera ægilegt að horfa upp á þessa draumsýn verða að engu.

    Út frá sálfræðilegu sjónarmiði er þetta líklegast kjarni málsins: þessir umræddu stjórnlagaráðsmenn eru einfaldlega að dekstra við eigin hégómagirnd … vönduð og vel gerð stjórnarskrá er ekki lengur takmarkið. Því fossar þessi gremja þeirra og flausturslegu órök í allar áttir; dæmigerð viðbrögð manna með sært stolt.

    Og auðvitað eigum við að hætta að eyða orðum í þá. Það er svosem allt í lagi að hafa gaman af skapraun þeirra og ergelsi, en alger óþarfi að svara þeim.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur