Mánudagur 14.01.2013 - 11:05 - 1 ummæli

DV og meiðyrðin

Heiða, auglýsingastjóri DV, skrifaði pistil nú nýlega. Í þessum pistli reynir hún að höfða til reiði gagnvart þeim sem „settu landið á hausinn“. Þeir sem höfða mál gegn DV eru vondir menn sem hafa grætt ólöglega um leið og þeir steyptu okkur í glötun og fylltu eigin vasa. Þetta hljómar án efa vel í eyrum margra.

Vonandi verður það aldrei svo að fjölmiðlar, eða nokkrir aðrir, þurfi ekki að standa ábyrgir orða sinna. Orðum fylgir ábyrgð auðvitað og löggjöfin um meiðyrði tekur ekkert tillit til þess hvort þeir sem þau viðhafa telja sig hafa „góðan“ málsstað að verja, né heldur hvort viðkomandi er upptekin við  rekstur fjölmiðils sem á í kröggum fjárhagslega.

Allir menn, og allir fjölmiðlar, hafa fullan og óskoraðan rétt til að verja sig og sitt mannorð. Og það hlýtur að vera skylda fjölmiðils eins og annarra að standa ábyrgur gagnvart því sem hann lætur frá sér fara. Hvað annað spyr ég fávís? Hver á að ákveða hverjir eru þess verðugir að fá að sækja rétt sinn? Stundum er lýðræðið þreytandi….

Ég get haft prívatskoðun á því hvað mér finnst um sumt af þvi sem blaðinu er stefnt fyrir, en sú skoðun skiptir í raun litlu þar sem ég sjálfur er ekki til umfjöllunar og veit því fátt. Verði ég hins vegar til umfjöllunar í DV og finnist ég hart leikinn áskil ég mér fullan rétt til þess að sækja rétt minn.

Og tek þá ekkert tillit til þess hvort mikið er að gera í ritstjórn eða hart í ári. Svona eru leikreglurnar og fjölmiðill sem kvartar undan þeim er í vanda og sá vandi snýr ekki að annríki eða fjárhagsáhyggjum.

Röggi

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Það er bara bannað á Íslandi að kalla hvítflibbaglæpalýð og handrukkara sínum réttu nöfnum; glæpamenn.

    Handrukkarar hóta líkamsmeiðingum og hvítflippaglæpalýðurinn hótar dómsmálum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur