Miðvikudagur 16.01.2013 - 12:48 - 3 ummæli

Stefán Ólafsson og myrku öflin

Stefán Ólafsson stjórnmálamaður á launaskrá við háskóla Íslands heldur áfram að láta til sín taka í opinberri umræðu. Hann settist niður til að svara Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sem hafði að mati Steáfns gerst sekur um að hnýta í Egil Helgason. Það er höfuðsynd greinilega og Stefán setur lögmanninn þá án frekari umsvifa í hóp myrkrahöfðingja.

Og tekur til við að lista upp „glæpi“ lögmannsins. Þetta er gott og blessað allt saman. Eitt hnaut ég þó um. Það er mögnuð stöðutaka prófessor Stefáns með Gunnari Andersen en hann virðist vera einhverskonar hetja hjá sumum vinstri mönnum. 

Stefán vill ekki uppfæra sig. Hann trúir því enn sem hann las í málgagninu, DV, að vondir menn hafi komið Gunnari Andersen úr starfi. Stefán virðist í raun sannfærast þegar hann les eigin skrift að lögmaðurinn hafi með hæpnum málatilbúnaði komið Andersen úr starfi. Þetta er fáránleg söguskoðun og í engu samræmi við það sem við vitum.

Stefán tók sjálfvirka afstöðu með Gunnari þegar Gunnar ákvað að hjóla í vondan hægri mann og mölbrjóta allar reglur skráðar og óskráðar. Þá eru ónefnd þau atriði er snúa að fortíð hins ákærða í viðskiptum. Þetta eru aukaatriði í huga Stefán og hans heimsmynd, sem er mynd kaldastríðsins.

Hvernig hyggst Stefán skýra það verði Gunnar sakfelldur? Hvaða myrku öfl finnur hann þá í dómstólum og hjá embætti saksóknara? 

Hvaða öflum tilheyrir Stefán Ólafsson?

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (3)

  • Haukur Kristinsson

    Sigurður G. Guðjónsson, með pungapróf í lögfræði, lítur ekki aðeins út fyrir að vera plebbi, hann er það.
    Kom skýrt fram í hamagangi hans gegn Evu Joly og svo virðist athæfi okkar verstu fjárglæframanna og bankaróna verða honum kærkomið hugarfóstur.
    Þá virðist hann í fýlu, þar eð Egill hefur ekki boðið honum í Silfrið. En Egill má alveg sleppa því, nóg af undirmálsfólki þar.

    Furðulegur fýr þessi maður. Af hverju fer ekki svona gaur til Noregs?

    Landhreinsun!

  • Dæmigert svar hjá Hauki sem virðist vera einn af „handhöfum sannleikans“ á Íslandi í dag. Gjörsamleg laus við allt sem kallast gagnrýnin hugsun og getu til að mynda sjálfstæðar skoðanir og greina mál.

    Ráðning Gunnars Andersen voru risastór mistök. Það þarf ekki annað en að lesa rannsóknarskýrslu Alþingis til að sjá það.

    Gagnrýni SGG á Evu Joly snýst um virðingarleysi hennar gagnvart grunnmannréttindum. Hún er búin að mynda sér þá skoðun að þeir sem hún rannsakar séu glæpamenn. Þessari aðferðarfræði kom hún til skila til embættismanna á Íslandi. Enda munu flestar sakfellingar Óla og co enda fyrir mannréttindadómstólnum. Eva Joly hefur kannski einhverntíman verið rannsakandi og stóð sig, af því er Egill Helgason segir, vel í að fletta ofan af stóru spillingarmáli í Frakklandi. Í dag er hún stjórnmálamaður og ekkert annað.

    „Handhafar sannleikans“ á Íslandi líta hins vegar á Evu sem einhversskonar hálfguð og taka öllu sem frá henni kemur gagnrýnislaust. Fólkið sem hagar sér svona er alveg jafn heimskt og það sem hlustaði gagnrýnislaust á stjórnendur bankanna hér áður.

  • Smári Ragnars

    Hvernig væri að byrja pistilinn svona: Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálamaður á launaskrá við háskóla Íslands heldur áfram að láta til sín taka í opinberri umræðu. ….. Og fyrst þú nefnir ¨Þetta er fáránleg söguskoðun og í engu samræmi við það sem við vitum.,, mætti spyrja sem svo: Hvaða öflum tilheyrir °Rögnvaldur Hreiðarsson?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur