Mánudagur 28.01.2013 - 12:02 - 3 ummæli

Að hafa rangt fyrir sér

Ég hafði rangt fyrir mér sem betur fer. Ég sagði já við síðasta Icesave samningnum með þeim orðum að ég vildi miklu frekar segja nei, fannst þetta samt skynsamlegt á þeim tíma. Ég myndi segja af mér ef ég bara gæti!

Sjaldan hef ég verið jafn kátur með að hafa haft rangt fyrir mér. Ég ætla þó ekki að halda veislu eins og Össur sem mun að líkindum reyna að fagna þessu eins og hann eigi  einhvern þátt í sigrinum.

Ég las þessa frábæru bók sem strax varð því miður eins og besti reyfari, sem er ágætt þannig séð, ef ekki væri um grafalvarlega hluti að ræða. Í dag er nauðsynlegt að lesa hana aftur yfir því við vitum svo miklu meira. Þessi bók verður klassík…

Hvað er hægt að segja um þá sem reyndu með allskyns bægslagangi að traðka Icesave inn á okkur frá fyrsta degi? Hvað er líka hægt að segja um ritstjóra Morgunblaðsins og forsetann, en þeir tveir menn hafa ásamt svo mörgum öðrum eins og indefence barist af einurð allan tímann, alltaf, fyrir því að við ættum ekki að greiða? 

Og síðast en alls ekki síst. Hvað er hægt að segja um Steingrím og Jóhönnu? Fólkið sem hlustaði ekki á 98% þjóðarinnar, og hefur aldrei hlustað á meirihluta þjóðarinnar í þessu efni?  Mig minnir meira að segja að frú Jóhanna hafi ekki mætt til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða var það Steimgrímur?

Hvað þarf að ganga á til þess að það fólk axli pólitíska ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut? Um hvað ætli það séu að tala akkúrat núna? Þau eru kannski að bölva forsetanum, eða Davíð.  Eða eru þau kannski að furða sig á dómnum sötrandi kaffi með Svavari og vona í leiðinni að lögum um landsdóm verði breytt með hraði?

Ég neita að trúa því að ríkisstjórn byltingarinnar hafi ekki manndóm í sér til að rifa seglin núna. Og til vara neita ég eindregið að trúa því að þeir kjósendur sem höfðu von um ný alvöru stjórnmál á Íslandi hafi eftir þennan dag áframhaldandi þrek til að styðja það fólk sem fer fyrir ríkisstjórninni. 

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (3)

  • Hvað er hægt að segja um ritstjórann.
    Er það ekki sami maðurinn sem aleinn tók upp á að lána KB 500 milljarða sem þú og ég áttum daginn áður en gjaldþrot KB reið yfir?
    Segir svo að hann hafi alltaf vitað af því að gjaldþrotið væri yfirvofandi.

  • Bjarni Gunnlaugur

    Ég sagði nei við Icesave í bæði skiftin og hafði þannig séð rétt fyrir mér en málið var flókið og kanski vissi maður of lítið til að geta tekið ábyrga afstöðu. Eftir á að hyggja virðist málið þó falla í réttan farveg.

    2 atriði vil ég þó benda á sem rétt er að halda til haga.

    1. Þetta mál er ekki sigur forsetans svo ágætur sem hann nú er. Þetta er sigur meirihluta atkvæðisbærra manna. Sigur forsetans var sá að þegar hann skynjaði gapið á milli þings og þjóðar þá vísaði hann málinu í þjóðaratvkæði og þjóðin felldi það sem þingið vildi samþykkja, þá sigraði forsetinn, ekki nú. Á sama hátt ef við hefðum tapað málinu í dag, þá hefði það ekki verið sök forsetans.

    2. Vera má svo ólánleg sem aðkoma alþingis var að málinu að þá hafi það hjálpað til að þau þæfðust í samningaferlinu þannig að íslendingum voru ekki settur stóllinn fyrir dyrnar í lánafyrirgreiðslum svo hér stoppaði ekki allt. Þó vissulega hafi þau (Jóa og Steingr.) stefnt í að samþykkja óþvera samning sem ekki var í lagi þá hafi samt þessi þæfingur orðið til bóta – úr því að ekki var samið!

  • Auðvitað er þetta stórsigur fyrir ÓRG. Sama hvað maður fær mikið óbragð í munninn við að segja það…

    Nú hlýtur Jóhanna Sig að kalla eftir rannsóknarnefnd og jafnvel að þeir sem sömdu um að íslenskir skattborgarar ættu að taka á sig gríðarlegar fjárhagsbyrðar án lagastoðir verði dregnir fyrir Landsdóm (nema ÓRG og íslenska þjóðin hafi kannski bjargað þeim frá því með því að hafa vit fyrir þeim sem ábyrgðina bera á þeim skandal).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur