Miðvikudagur 30.01.2013 - 15:21 - 1 ummæli

Sanngirni bandalags listamanna

Ég rakst á furðufrétt þar sem segir að bandalag íslenskra listamanna telji það sanngirnismál að það ágæta bandalag fái hlut af lottótekjum til ráðstöfunar. Af hverju ekki félag íslenskra bifreiðaeigenda? Félag skipstjórnarmanna? Hundaræktarfélag íslands.

Hvað með happdrætti blindrafélagsins? 

Auðvitað er eðlilegt bandalag listamanna þefi uppi matarholur. Ég þarf þó að hafa talsvert fyrir því að skilja hvaða sanngirnisrök hníga að því að taka þessar smánarlegu tekjur, og færa þær frá íþrótta og ungmennastarfi til listamanna sem fá nú þegar mun meira frá opinberum aðilum en íþróttahreyfingin.

Af hverju að stoppa þarna? Hvað með hlutdeild í seldum aðgöngumiðum á kappleiki? Hlut í greiddum æfingagjöldum barna…?

Ég vill endilega heyra þessi sanngirnisrök og reyndar hin líka.

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur