Fimmtudagur 31.01.2013 - 11:39 - Rita ummæli

Eru kjósendur með einelti?

Hver vill láta ókunnugt fólk kalla sig hyski? Ekki ég hið minnsta. Það er bévítans dónaskapur jafnvel þó hið meinta hyski sé stjórnmálahyski. Þeir sem grípa til þannig orðfæris dæma sig að einhverju leyti sjálfir.

Jón Gnarr upplifir svona aggressíva framkomu sem einelti. Það er auðvitað út í hött, er það ekki? Ég ætla ekki að segja að þeir sem ramba á það að verða stjórnamálamenn eigi að sætta sig við eða að búast við svona framkomu, en einelti er þessi dónaskapur ekki. 

Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvað hefði orðið um búsáhaldabyltinguna ef sumir þeir sem nú stökkva upp á nef sér vegna þessa hefðu fengið að vera málfarsráðunautar þeirra byltingar. 

Þar slettu menn nú heldur betur skyrinu, börðu ráðherrabíla og fleygðu múrsteinum í vinnandi menn með fúkýrðaflaum í ofanálag. Það var nú meira helvíts fokking fokkið maður. En einelti datt engum í hug.

Byltingin étur börnin sín……

Röggi

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur