Mánudagur 04.02.2013 - 17:09 - 6 ummæli

Að hafa tvo leiðtoga

Gunnar Helgi Kristjánsson prófessor telur Samfylkinguna koma illa undirbúna til kosninga. Þetta stöðumat hans fer í fínar taugar margra Samfylkingarmanna. Fyrir okkur hin er þetta staðreynd sem blasir við og ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Kannski þola menn Gunnar Helga ekki að benda á þetta enda hann fallinn í ónáð.

Vissulega verður allt annað yfirbragð á flokknum nú þegar hann hefur skipt um eigendur. Árni Páll er brattur og talar mikið um margt og flest er það áferðafallegt. Þá er undan skilinn hrokinn sem hann getur illa dulið þegar hann talar um skyni skroppnu þjóðina sem ekki skilur að hann hefur rétt fyrir sér. 

Flokkurinn er í merkilegri stöðu. Ekki bara vegna þess að hann mælist fylgislítill heldur ekki síst vegna þess að hann mun líklega hafa tvo leiðtoga eitthvað áfram. Það er frumlegt en ég efast um að það sé góður undirbúningur. Kannski á prófessorinn við þetta.

Ef ekkert breytist mun annar formaðurinn, þ.e. sá sem hefur hætt, stjórna Samfylkingunni sem situr í ríkisstjórn fram að kosningum og reka þann hluta áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Hinn formaðurinn, sá nýkjörni, mun aftur á móti stjórna flokknum sem hann fær í arf að kosningum loknum. Fær að búa til kosningabaráttu sem að líkindum inniheldur eitthvað allt annað en Samfylkingin er að ástunda undir stjórn Jóhönnu í ríkisstjórn sem gat ekki þolað hinn nýja leiðtoga.

Ef eitthvað er að marka það sem hann hefur sagt um Jóhönnu er alls ekki ólíklegt að hann verði í liði með stjórnarandstöðunni á þingi þegar hún heldur áfram að reyna að koma stórmálum í gegn með látum eins og hennar er siður.

Fyrir okkur sem horfum á úr fjarlægð er þetta dálítið skrýtið. Ljóti burtrekni andarunginn hefur stolið senunni en hann fær samt ekki að ráða alveg strax. Samt er hann aðal…

Kannski er þetta fínn undirbúningur fyrir kosningar. Smart að vera með tvo leiðtoga. Einn fyrir Samfylkinguna sem fundaði um helgina og annan fyrir Samfylkinguna sem situr í ríkisstjórn. 

Þetta verður eitthvað

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (6)

  • Staða Sjálfstæðisflokksins í dag kennir Jóhönnu og valdakjarna hennar að hægt er að halda völdum og vera áfram leiðtogi stjórnmálaflokks án þess að vera formaður.

  • Myndi Forsetinn samþykkja nýjan forsætisráðherra í Minnihlutastjórn meðan „svo mörg viðkvæm mál eru fyrir alþingi eins og ný Stjórnarskrá“?

  • Sverrir Hjaltason

    Þakka Rögnvaldi fyrir réttmæta viðvörun um tvo leiðtoga. Hann mælir af biturri reynslu, búinn að vera með aftursætisbílstjóra uppi í Hádegismóum í nokkur ár.

  • Magnús Björgvinsson

    Svona fyrst að menn vita ekki betur þá stjórnar Árni flokknum. Og ef menn er svo vitlausir að þeir setjast nú hver um annan þveran og búa til vandamál fyrirfram er rétt að bena á að Jóhanna og Árni talast við! Og þau setjast sjálfsagt fljótlega yfir helstu málin og móta aðgerðaáætlanir. Enda er þetta foringjaræði orið þreytt. Það starfar engin í flokki til lengdar þar sem foringi ræður öllu.
    Held að sjálfstæðismenn ættu nú frekar að hafa áhyggjur að þeirra foringjar starfa bak við tjöldin og senda flokksmönnum stefnu sem þeir eiga að taka í gegnum blogg og leiðara dagblaðs.

    En fyrir þá sem vita það ekki þá er formaður flokks yfirmaður hans og gegnir æðstu stöðu. Og ég bara treysti því að í þessar 10 vikur fram að kosningum þá starfi þau Jóhanna og Árni vel saman.

  • Það má segja að Samfylkingin stendur betur að vígi en fyrir viku síðan. Fróðlegt væri að sjá nýja skoðanakönnun frá marktækri stofnun.

    Helmingur kjósenda virðast velja sér flokk eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Æði stormasamt var þegar síðustu kannanir voru gerðar.

    Mikið rétt Magnús. Bjarni Benediktsson má vara sig á því að taka nákvæmlega upp gerðir og orðatiltæki Davíðs Oddssonar. Það kom glöggt fram við uppkvaðningu EFTA-dómsins.

  • Elfa Jóns

    Óborganlega fyndnar „áhyggjur“ komandi úr Valhöll og nágrenni, þar sem menn hafa ekki haft „einn“ formann í hartnær áratug.

    Ætli Samfylkingin lifi ekki af þessar fáu vikur fram að kosningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur