Miðvikudagur 01.05.2013 - 11:53 - 6 ummæli

Sumt breytist ekki

Sumt breytist eiginlega ekki. 

Spegillinn á rúv er þannig, þar er jafnan á vísan að róa. Ég vikunni fékk Jón Guðni Svan Kristjánsson til samtals. Svanur Kristjánsson er einn af þessum víðáttuhlutlausu fræðimönnum þjóðarinnar.

Umræðuefnið; stjórnarmyndun.

Tóninn í fræðimanninum var sérkennilegur. Mildilegur þegar talað var um Ólaf Ragnar og taldi hann búa að mikilli yfirsýn og visku. Þess vegna mátti búast við því að hann tæki góða ákvörðun um það hver fengi umboð til stjórnarmyndunum. 

Þetta er það sem koma skal. Nú munu gömlu „eigendur“ Ólafs Ragnars taka hann í sátt smám saman…

En Svanur hafði fleira til málanna að leggja. Honum tókst með býsna merkilegu blaðri að finna því allt til foráttu að sterk meirihlutastjórn væri góð hugmynd. Þar vísaði fræðimaðurinn í orð forseta um breiða skírskotun og lét eins og herrann á himnum hefði talað.

Stundum tala fræðimenn eins og að sigurvegarar kosninga, sem getur reyndar verið erfitt að finna, eigi að sjálfsögðu allt tilkall til þess að mynda stjórn í góðu umboði kjósenda, þ.e. þjóðarinnar. 

Nú bregður svo við að vinstri menn voru kaghýddir af þessu fólki, þ.e. þjóðinni, í kosningunum. Þá ber nýrra við eins og maðurinn sagði. 

Við erum að bíta úr nálinni eftir einhverja mest absúrd ríkisstjórn samanlagðrar mannskynssögu þar sem hver höndin var uppi á móti annarri og naumur meirihluti varð hennar helsi alla tíð. Svanur missti af því greinilega…

Ekki að spyrja að fræðimennskunni…

Á meðan SDG er ekki að tala við BB eru merkilegt hljóð í vinstri mönnum. Spunakarlar vinstri manna sitja á sér og eru heldur vinsamlegir Framsókn, rétt á meðan. Og vel að merkja, harla sáttir með „sinn“ mann á Bessastöðum.

Þetta getur allt breyst á einu augabragði. Og mun gera það ef SDG snýr sér til hægri…

Sumt breytist nefnilega aldrei

Röggi

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (6)

  • Haukur Kristinsson

    Íhaldið undir forystu Bjarna Ben á ekkert erindi í ríkistjórn. Zero.

    Formaðurinn er grunaður um stórfellt brask með glæpagenginu kennt við Wernersson; Sjóvá, lán Glitnis til Milestone og innherjaviðskipti með Glitnis bréfin. Líklega er þetta aðeins brot af ruglinu sem í gangi var fyrir hrunið, þegar allir sjallabjálfar vildu verða moldríkir á „no time“.

    Hrein geggjun hjá þessari klíku fyrir sunnan. Hrein geggjun. Money, money!
    Og þetta vita allir. Eða vilju við keppa við Hvíta-Rússland (Belarus) um fyrsta sæti spillingarríkja í Evrópu?

  • Rétt hjá þér Röggi. Auðvaldið breytist ekki.

  • Ómar Harðarson

    Það er rétt að vinstri menn voru kaghýddir. Hægri menn fengu þó ekki sigur. Kjósendur hnöppuðust þess í stað á miðjuna. Framsókn, BF og píratar fá samanlagt 28 þingmenn. Öll litlu framboðin sem ekki komu manni að, nema Alþýðufylkingin og húmanistar voru auk þess hægramegin við Samfylkinguna – mælt á vinstri-hægri ásnum.

    Miðjan=Framsókn+Björt Framtíð+Dögun+Píratar+Lýðræðisvaktin=43,3%. Hægri=Sjálfstæðisflokkur+Hægri Grænir+Flokkur heimilanna=31,4%
    Vinstri=Samfylking+VG+Regnboginn+Alþyðufylkingin=25%.
    Aðrir=0,3%

    Auðvitað er við því að búast að Framsókn muni halla sér til hægri. Það er auðveldari stjórnarmyndun. Ég geri þó ekki rað fyrir að vinstri menn kippi sér mikið upp við það. Það yrði bara eins og spáð var.

    Hitt er svo annað mál, að jafnvel þótt Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn undanfarin 4 ár hafi sett ný viðmið um hvernig stjórnarandstaða á að haga sér og hver markmið hennar eigi að vera (ekki aðhald heldur fella eða koma í veg fyrir framgang stjórnarfrumvarpa), þá er líklega enginn vilji meðal vinstri manna að fylgja því fordæmi.

  • Margir þessir útvarpsþættir eru að orðnir grátbroslegir.

    Skyldi viðmælandinn í Speglinum, vera sami Svanur Kristjánsson próffessor, sem skipaði 9. sæti hjá Lýðræðisvaktinni í Reykavíkurkjördæmi suður?

    Eða er þetta einhver allt annar prófessor? lol

    Svona er hlutleysið hjá RUV.

    Þetta er sorglegt, en engu að síður staðreynd.

  • Kristinn

    Eitt breytist a.m.k. ekki að Rögnvaldur er hreint út sagt mjög vafasamur körfuboltadómari sem tókst að sjá ekki það sem allir í KR húsinu sá þegar erlendi leikmaður KR kýldi Pálínu í magann af fullu afli, þrátt fyrir að vera einungis um tvo metra frá vettvangnum. Hvað er að frétta ?

  • Það er sjálfsagt ríkur vilji til þess á mörgum vígstöðvum að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndi ríkisstjórn. Slík stjórn yrði traust að því leyti að hún hefði 38 þingmenn að baki sér. En það er aðeins talnaleikur ef ekki er gengið til verks af heilindum. Sigmundur Davíð hefur stjórnarmyndunarumboðið og af fréttum að dæma er ólga í Sjálfstæðisflokknum vegna þess. En fleira en það kemur til því augljós er djúpstæður ágreiningur innan flokksins bæði um forystumenn og málatilbúning og úr innstu herbúðum heyrist að 25% fylgið sé óásættanlegt og því viðunandi fórnarkostnaður að vera utan stjórnar eitt kjörtímabilið enn ef það megi verða til þess að hreinsa til í forystusveit flokksins. Í gær birtist í Morgunblaðinu grein eftir Óla Björn Kárason, í dag grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson og nýlega var Tryggvi Þór Herbertsson í viðtali á Bylgjunni. Allir áhrifamenn innan flokksins og hver með sínum hætti lýstu þeir megnri andúð á áherslum Framsóknarmanna í skuldamálum heimilanna. Nú liggur það fyrir að Sigmundur Davíð segir að af hálfu Framsóknarflokksins sé það ófrávíkjanlegt og úrslitaatriði að málefni heimilanna verði í forgangi. Þess vegna hljóta menn að velta fyrir sér hvers vegna þessir þungavigtarmenn ryðjast núna fram á sjónarsviðið og áður en fyrir liggur að þessir flokkar hefji formlegar viðræður.
    Er ásetningurinn sá að spilla fyrir, gera Bjarna Benediktssyni erfitt fyrir og leggja þar með stein í götu hans? Ef það er uppleggið þá er ekki von á góðu um framhaldið, nema því aðeins að Bjarni hafi til þess hugrekki að gera endanlega upp við mótstöðuöflin í eigin flokki, fara sínu fram í stjórnarmyndunarviðræðunum og láta skeika að sköpuðu. Hann hefur engu að tapa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur