Þriðjudagur 09.07.2013 - 19:35 - 2 ummæli

Deilt við útvarpsstjórann

Það er ekki andskotalaust að vera dómari. Dómarar skulu vera fólk sem gerir ekki mistök. Geri þeir hins vegar mistök geta þeir þurft að búa við það að sumir trúa því að mistökin hafi ekki verið mistök heldur sértæk aðgerð gegn öðru liðinu.

Í dag skrifaði útvarpsstjóri merkilegan pistil vegna leiks ÍBV og KR í bikarnum. Páll heldur með ÍBV en þeir telja sig illa leikna vegna ákvarðana dómarans. Hlutlausir hafa flestir talsverða samúð með þeim málsstað.

En sú nálgun að um annarleg sjónarmið dómarans geti verið að ræða er fáránleg. Allir gera mistök og krafan um að dómarar í íþróttum séu þar undanskildir er auðvitað barnaleg. 

Hvaðan sú hugsun kemur að þeir séu til sem ekki vilja gera vel, standa sig og fá klapp á bakið, er mér óskiljanleg. Af hverju er þessi afstaða ekki heimfærð á alla þátttakendur leiksins?

Þjálfara sem gera mistök. leikmenn sem klúðra vítum, stjórnarmenn. Allt er þetta fólk,  fagmenn, sem gera mistök. Sum alvarlegri en önnur en allt heiðarleg mistök. 

Dómarar eiga ekki að kveinka sér undan umfjöllun um þeirra störf. En allir menn, dómarar sem útvarpsstjórar, eiga heimtingu á því að umræða um störf þeirra og persónur séu hafin yfir forað þar sem fólk er beinlínis sakað um óheiðarleika þó eitthvað fari ekki nógu vel. 

Röggi

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (2)

  • Vesturbæingur

    Finnst PM fara yfirstrikið þetta var brot eins ýkti Gunnar þetta gult eða Rautt umdeilanlegt maður hefði eflaust verið svekktur ef þetta hefði verið KR sem átii í hlut.Barnalegt að vera að heimta að KSÍ skerist í leikinn og grípi til ráðstafanna útaf þessu atviki.

  • Fótboltamaður

    Skoðaðu málið aðeins betur. Páll Magnússon er í stjórn ÍBV http://www.ibvsport.is/sidur/skoda/sida/stjorn-ibv

    Hann er að tjá sig um málið sem stjórnarmaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur