Er hægt að ætlast til þess að ég trúi því að Vígdís Hauksdóttir viti ekki hvað hún meinar þegar hún talar?
Ég hef oft gaman að henni enda er hún ekki með neinn stoppara og lætur bara vaða. Við þolum að mínu viti aðeins meira af slíku í pólitíkinni…stundum.
Vigdís er ekki meistari hins talaða orðs, um það eru mörg dæmi, en mér finnst það sérkennileg tilætlunarsemi hjá stuðningsfólki hennar að gera þá kröfu til mín að haldi að hún viti ekki hvað hún er að segja eða meina þrátt fyrir þennan oft meinlega ókost.
Umræða um kostnað við rekstur RÚV er þörf, meira að segja mjög þörf.
Fyrir mér eru þetta tvö mál.
Annars vegar debatið um RÚV og þann rekstur allan…
…og hins vegar hvernig formaður fjárlaganefndar leyfir sér að hugsa um það vald sem hún svo sannarlega hefur sem formaður.
Í alvöru, það er ekkert smámál að reyna að verja nálgun hennar í þessu jafnvel þó menn vilji skera niður framlög til RÚV.
Bæjarstjórinn í vestmannaeyjum telur að gagnrýnin á Vigdísi sé hitt og þetta stjórnað af hinum og þessum. Að mínu viti liggur hún merkilega oft vel við höggi og er sinn versti óvinur langtímum saman.
Andstæðingar hennar á þingi og annarsstaðar hafa ekki látið hjá líða að nýta sér það. Um það má kannski hafa langt mál og hversu málefnalegt það er. En þetta mál snýst ekki um þetta meinta samsæri…
Þetta er ekkert mjög flókið. Annað hvort finnst henni afstaða sín og nálgun í góðu lagi eða að hún skilur ekki hvað hún var að segja.
Niðurstaðan ætti að vera sú sama hvora leiðina sem menn vilja velja.
Hún getur ekki setið áfram. Þeir sem efast ætti að prófa að setja einhvern annan málaflokk sem Vigdís gæti haft áhuga á inn í þessa jöfnu.
Svo skulum við endilega ræða RÚV og fjármál enda tímabært og mikilvægt.
Röggi
Vigdís hefur látið andstæðinga sýna fá það óþvegið og ekki verið spar á gífuryrði slíkt fólk liggu alltaf vel við höggi þegar það gerir sjálft mistök.Oft þolir slíkt fólk ekki mótbyr og kallar Úlfu Úlfur einelti í sinn garð þegar svarað er í sömu mynt ofl.
Eitt er víst Vigdís Hauksdóttir hefur ekkert erindi inn á vinnustaðinn alþingi !