Mánudagur 07.10.2019 - 21:09 - Rita ummæli

Skóli (án aðgreiningar)

Merkilegar og mikilvægar stofnanir skólarnir okkar,

Við erum stolt af þeim, leggjum þeim til mikið fé og gott starfsfólk. Samt er eins og eitthvað sé að,

Drengir koma ótrúlega illa undan grunnskólakerfinu og sífellt verr og stöðuglega liggur leiðin niður hallann sem liggur til stóráfalls. Furðu sætir hversu lítið það er rætt. Staðan verður grafalvarleg innan ekki margra áratuga ef við bregðumst ekki við,

Þá að efninu…

Mér verður hugsað um hugmyndina, skóli án aðgreiningar. Skil pælinguna, hún er rósrauð og fögur þar sem allir eru eins og allir geta deilt kjörum við nám án tillits til annars en þess að við bara viljum það,

Ég er ekki fagmaður og bið þá sem þetta lesa að virða mér það til vorkunnar en ég sé hvergi fegurð í þessu formi heldur framleiðslu á vandamálum sem komast má hjá,

Í íþróttum hafa menn reynt að það er gagnslítið að láta börn með mjög mismikla getu stunda keppni í sama liði. Vissulega falleg hugmynd við excelskjal eða yfir kaffibolla en raunveruleikinn er grár,

Börnin eru þar á þeim stað að geta upplifað takmarkanir sínar á nýjan og óvægin hátt óháð þvi hversu mikið þjálfarinn reynir að fá hópinn til þess að taka ekki eftir þeim. Hópurinn mun með einum eða öðrum hætti sjá til þess, að jafnaði ómeðvitað,

Fái börn hins vegar að spreyta sig innan um jafningja finna þau fljótt til sín og þaðan vex þeim fiskur um hrygg,

Skólinn setur tvo jaðarhópa inn í skólastofu, skilst mér.  Þá sem eiga, af allskonar ástæðum í vandræðum með nám og svo bestu eða afburða nemendur innan um og saman með þeim sem fylla meðaltalið,

Afleiðingin, allskonar og fyrirséð vandræði,

Sem við reynum að leysa með teymivinnu með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Til að ná takmarki sem mér finnst hvorki byggjast á raunveruleika eða nauðsyn,

„Viltu endurvekja tossabekkina??“

Þessa spurningu fæ ég og eðlilega. Það er ekki markmið en erum við ekki með þá í dag?

…bara inni í skólastofunni með þeim sem betur eru fallin til þess náms sem bóknámsþjóðin vill að öll börn ljúki á sama hraða…..

Hættum að framleiða vandamál og kvíða í skólanum. Setjum nám barnanna okkar í farveg sem þau ráða við og þar sem þeim líður vel. Þar mun þeim fleygja fram en síður þar sem vandi þeirra blasir við, engum til gagns eða skemmtunar,

Við hljótum að eiga rönnur ráð, innan skólans, til þess að kenna börnum að við erum öll eins og öll falleg eins og við erum án þess að þrýsta þeim inn í box sem þau geta ekki passað í,

Að kenna börnum að þau séu „viðfangsefni“ teymis eða sérfræðinga, mest vegna þess að þau geta ekki haldið uppi meðaltalshraða eða upplifa leiða vegna þess að þau þurfa meiri hraða, er fyrir mig alls ekki góð vegferð,

Og meira,

Dæmt til að valda vandræðum, jafnvel kvíða eða varanlegum skaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur